Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 4
98
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
kringum munninn. Um munninn lykja tveir kítínskoltar, sá neðri
stærri en sá efri, ekki ólíkt öfugu lundanefi. Augun eru mjög
stór, og auk þess af mjög fullkominni gerð. Sjónin er því frábær.
Bein eru engin en brjóstkenndar myndanir á stöku stöðum í lík-
amanum, einkum í höfðinu. Af öðrum „stoðvefjum" má helzt
telja hryggplötuna, sem liggur undir endilangri kápunni í ofan-
verðum líkamanum. Bolurinn sjálfur er linur og veigalítill við-
komu, en utan um hann er vöðvakápa mikil, sem við sjáum á
myndinni. Hún lykur eins og sívalningur um allan bolinn og er
vaxin við hann að ofan, en lokuð að aftan, þar sem festar eru
við hana tvær blöðkur, sem standa eins og skötubörð út til hlið-
anna. í opi kápunnar að framan, neðan við höfuðið, er dálítill
stútur. Út um þennan stút getur smokkurinn spýtt sjó, sem
hann hefir sogið inn í kápuna, og það með feikna krafti. Loki
hann þá um leið kápuopinu að framan, þýtur hann aftur á bak,
eins og kólfi sé skotið. í sjóinn, sem hann spýtir úr stútnum, getur
hann blandað svörtum vökva (bleki), svo hann hverfur þá alveg
sjónum þeirra óvina, sem hann kann að vera að flýja. Það vekur
enga undrun þótt dýr, sem synda þannig aftur á bak, eins og
smokkurinn, oft uppi í sjó um dimmar nætur, kenni stundum
grunns, enda „rekur“ hann á land á þennan hátt oft í miklum
torfum, þar sem tangar eða eyrar verða á vegi hans inn (eða út)
firðina.*)
Eins og kunnugt er verður beitusmokksins iðulega vart hér við
land síðari hluta sumars og frameftir öllum vetri. Að vísu eru
áraskipti að því hve mikið kemur af smokk og hvað hann er
útbreiddur við landið, en líklegt er að eitthvað komi hingað ár-
lega. Vanalega fer fyrst að bera á honum síðari hluta sumars við
S. og SV-ströndina í júlí, eða jafnvel í júní, þegar hann er
snemma á ferðinni. Þaðan fylgir hann svo Golfstraumnum norð-
ur með vestur-ströndinni og er oft óhemju mikið af honum á
Vestfjörðum síðari hluta ágústs, og á sama tíma getur verið mikið
um hann við norðurströndina, þar sem hann spillir þá síldveiðum
stórum með því að styggja síldina og „bíta“ hana. í fjörðunum
vestra hefst smokkurinn við þegar hann er kominn þangað á annað
borð, að minnsta kosti þangað til í nóvember, ef tíð er góð, og oft
sjálfsagt lengur (fram á jólaföstu), en ef kólnar til muna dregur
*) Beitusmokkurinn getur líka synt áfram með því að beygja stútinn
aftur, og hann getur einnig róið sig lítið eitt áfram með örmunum.