Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 7
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 101 Á síðustu áratugum hefir smokkurinn verið veiddur mikið á Vestfjörðum, þar sem hann er í miklu uppáhaldi sem beita, eink- um nýr en líka frystur. Má hann því, þegar öllu er á botninn hvolft, teljast nytjadýr, bæði af þessari ástæðu og svo annarri, sem minnst verður seinna, enda þótt hann geri síldveiðunum spjöll, ef hann kemst norður fyrir, áður en þeim er lokið. Smokk- urinn heldur sig jafnaðarlega í stórum torfum, og veður þá oft í yfirborðinu, en þess vegna hafa verið gerðar tilraunir til þess að veiða hann í snyrpinót eins og síld. Það hefir reynzt hægt að veiða hann þannig, en það hefir þ)ó ekki þótt borga sig, einkum vegna þess, að það er nærri því ógerningur að ná honum úr nót- inni. Það áhald, sem hann er nú sem fyrr, eingöngu veiddur með, er smokköngullinn, en hann er, eins og kunnugt er, um 10 cm langur sívalningur úr blýi, gildastur um miðjuna, rauðlakkaður að utan, og með 10—20 agnhalds-lausum krókum hringinn í kringum annan endann. Öngullinn er því eftirlíking af svolitlum smokk og það er líka álit smokkanna í sjónum að svo sé, jafnvel þótt rautt klæði sé notað í staðinn fyrir lakkið, eins og oft hefir tíðkazt. Að því er ég veit bezt, hefir þetta áhald komið hingað með Frökkum, og fyrst komizt í notkun á Vestfjörðum fyrir aldamótin síðustu. Fyrst þegar smokkurinn gengur í firðina vestra síðari hluta sumars, vanalega kringum miðjan ágúst, er hann smár. Mun það láta nærri að meðalelngdin á bolnum (kápunni) mældum frá haus og aftur á yzta odd sporðblöðkunnar sé um 20 cm, eða ef til vill minni. Eftir því sem líður á haustið, fer stærðin vaxandi, smátt og smátt, án þess að nokkurra stökkva verði vart. í sam- bandi við þessa staðreynd hafa kaupmenn vestra haft þann sið að greiða fiskimönnum fyrir smokkinn eftir þyngd framan af hausti á meðan nann er smár, en kaupa hann svo í „stykkja- tali“ þegar á líður og hann fer að stækka. En spurningin er nú hver. sé skýringin á því, að stærðin á smokknum fer vaxandi frá viku til viku. Er það vegna þess, að fyrst gangi ungi smokk- urinn (yngstu árgangarnir), og að sá eldri komi síðar til skjal- anna og blandist hinum, sem fyrir er, þannig að meðallengdin vaxi? Til þess að leysa úr þessu, þyrfti að gera mælingar á smokk helzt einu sinni í viku, frá því að hann fer að veiðast, og þangað til hann hverfur á veturnar. Með því að bera saman árangur mælinganna ætti þá að mega sjá hvort um nokkur smá-„stökk“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.