Náttúrufræðingurinn - 1941, Qupperneq 9
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
103
marga mánuði. En mér hefir heppnazt að láta framkvæma fjór-
ar, og þykir mér rétt að birta árangur þeirra. Fyrsta mælingin
var gerð á ísafirði (Kristján Jónsson, erindreki) þ. 8. sept. 1932,
sú næsta á Bíldudal (Gísli Friðriksson) 14. og 15. okt. 1937, sú
þriðja í Reykjavík (Sigurleifur Vagnsson) 14. okt. 1939, og sú
fjórða á Siglufirði 3. ág. 1940 (S. V.). Smokkurinn, sem mældur
var á Siglufirði, hafði veiðzt í snyrpinót nokkuð austur af Horni,
en allt hitt, sem mælt hefir verið, var færasmokkur. Mældir
voru á ísafirði 197, á Bíldudal 195, í Reykjavík 582 og á Siglu-
firði 72, eða samtals 1046. Þess skal getið, að aðeins kápulengdin
hefir verið mæld, og tákna þá tölurnar hana, en ekki heildar-
lengdina. Útkoman af iþessum mælingum reyndist eins og sýnt
var í töflunni, sem hér fór á undan. Nú er þess að gæta, að töl-
urnar í töflunni sýna ekki hinar raunverulegu niðurstöður mæl-
inganna, vegna þess að þær eru það, sem við köllum ,,fægðar“.
Sá fjöldi af smokk, sem mældur var í öll skiptin, var frekar
lítill (nema helzt Rvk.-mæl.) og þess vegna koma fram ójöfnur
á talnaröðunum, sem eru að kenna tilviljun. Þessa tilviljun
reynum við hér að losna við með því að setja fægðar tölur fyrir
þær upprunalegu, en fægðu tölurnar eru meðaltal af þeirri tölu,
sem þær svara til og næstu tölu fyrir ofan og næstu tölu fyrir
neðan. Tökum dæmi. í Reykjavíkur-mælingunni voru 19 smokk-
ar 28 cm á lengd. Nú viljum við finna þá fægðu tölu, sem svarar
til tölunnar 19 og gerum það á þann hátt að við hana leggjum
við næstu tölu fyrir ofan, sem er 66 (66 smokkar voru 29 cm
langir) og næstu tölu fyrir neðan, sem er 7 (7 smokkar voru 27
cm langir). Útkoman verður þá 66+19+7): 3 = 92:3 = 31.
Fægða talan, sem kemur í stað 19, er því 31. Bendir hún til þess,
að raunverulega hefði átt að vera fleiri smokkar 28 cm langir
heldur en raun varð á, og er mismunurinn því að kenna, að
mælingin hefir ekki verið nógu stór. í raun og veru er að vísu
engin mæling nógu stór, nema að mældur sé allur stofninn,
hvort sem um fisk eða annað er að ræða, og því verðum við að
kalla á aðstoð stærðfræðinnar til þess að komast að raun um í
hvaða átt skekkjan gangi, og hver séu takmörk hennar.
Nú víkjum við aftur að árangri mælinganna. Á töflunni að
framan (bls. 102 sbr. einnig 2. mynd) sjáum við þrennt. í fyrsta
lagi það, að stærðin er minnst 3. ágúst, meiri 8. sept., en mest í
októbermælingunum. í ágúst-mælingunni reyndust minnstu
smokkarnir 18 cm, þeir stærstu 28 cm, en meðalstærðin var 21,85