Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1941, Qupperneq 9

Náttúrufræðingurinn - 1941, Qupperneq 9
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 103 marga mánuði. En mér hefir heppnazt að láta framkvæma fjór- ar, og þykir mér rétt að birta árangur þeirra. Fyrsta mælingin var gerð á ísafirði (Kristján Jónsson, erindreki) þ. 8. sept. 1932, sú næsta á Bíldudal (Gísli Friðriksson) 14. og 15. okt. 1937, sú þriðja í Reykjavík (Sigurleifur Vagnsson) 14. okt. 1939, og sú fjórða á Siglufirði 3. ág. 1940 (S. V.). Smokkurinn, sem mældur var á Siglufirði, hafði veiðzt í snyrpinót nokkuð austur af Horni, en allt hitt, sem mælt hefir verið, var færasmokkur. Mældir voru á ísafirði 197, á Bíldudal 195, í Reykjavík 582 og á Siglu- firði 72, eða samtals 1046. Þess skal getið, að aðeins kápulengdin hefir verið mæld, og tákna þá tölurnar hana, en ekki heildar- lengdina. Útkoman af iþessum mælingum reyndist eins og sýnt var í töflunni, sem hér fór á undan. Nú er þess að gæta, að töl- urnar í töflunni sýna ekki hinar raunverulegu niðurstöður mæl- inganna, vegna þess að þær eru það, sem við köllum ,,fægðar“. Sá fjöldi af smokk, sem mældur var í öll skiptin, var frekar lítill (nema helzt Rvk.-mæl.) og þess vegna koma fram ójöfnur á talnaröðunum, sem eru að kenna tilviljun. Þessa tilviljun reynum við hér að losna við með því að setja fægðar tölur fyrir þær upprunalegu, en fægðu tölurnar eru meðaltal af þeirri tölu, sem þær svara til og næstu tölu fyrir ofan og næstu tölu fyrir neðan. Tökum dæmi. í Reykjavíkur-mælingunni voru 19 smokk- ar 28 cm á lengd. Nú viljum við finna þá fægðu tölu, sem svarar til tölunnar 19 og gerum það á þann hátt að við hana leggjum við næstu tölu fyrir ofan, sem er 66 (66 smokkar voru 29 cm langir) og næstu tölu fyrir neðan, sem er 7 (7 smokkar voru 27 cm langir). Útkoman verður þá 66+19+7): 3 = 92:3 = 31. Fægða talan, sem kemur í stað 19, er því 31. Bendir hún til þess, að raunverulega hefði átt að vera fleiri smokkar 28 cm langir heldur en raun varð á, og er mismunurinn því að kenna, að mælingin hefir ekki verið nógu stór. í raun og veru er að vísu engin mæling nógu stór, nema að mældur sé allur stofninn, hvort sem um fisk eða annað er að ræða, og því verðum við að kalla á aðstoð stærðfræðinnar til þess að komast að raun um í hvaða átt skekkjan gangi, og hver séu takmörk hennar. Nú víkjum við aftur að árangri mælinganna. Á töflunni að framan (bls. 102 sbr. einnig 2. mynd) sjáum við þrennt. í fyrsta lagi það, að stærðin er minnst 3. ágúst, meiri 8. sept., en mest í októbermælingunum. í ágúst-mælingunni reyndust minnstu smokkarnir 18 cm, þeir stærstu 28 cm, en meðalstærðin var 21,85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.