Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 12
106
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
þessum tíma árs og í samræmi við það fundum við, að aðeins
0,8% af því, sem við veiddum, var tveggja vetra. Á hinn bóginn
sjáum við, að talsvert er af ýsu af stærðinni 29—35 cm, það er
þriggja vetra fiskur, sem nemur 36,2% af öllum aflanum. Það,
sem er stærra, er aðeins 0,9% af fjögra vetra fiski og 0,2% af
fimm vetra. Það, sem vekur athygli okkar í sambandi við þessa
mynd, er það, að þar sem aldursflokkarnir standa einangraðir
út af fyrir sig ,eins og þegar um ársgömlu ýsuna, og reyndar
einnig um þrevetru ýsuna var að ræða, er það, að línuritið, sem
táknar stærðina, er jafnhliða með einum toppi. Einmitt svona
tóku línuritin um stærðina á smokknum sig út.
Við skiljum vel hvernig á því stendur, að línurit af stærðum
ársflokkanna eða stærðardreifing þeirra hlýtur að vera jafnhliða
með einum toppi, þegar við athugum það, að allur aldursflokk-
urinn er kominn í heiminn á nokkuð takmörkuðum tíma, hrygn-
ingartímanum, og svo bætist ekkert við allan hinn hluta ársins.
Ef öll ýsan klektist úr eggi á nákvæmlega sama tíma, t. d. 1.
apríl, og yxi öll með nákvæmlega sama hraða, þá myndi öll ýsa
Yfirlit yfir stærð á spærling, eftir mælingum, sem gerðar voru á ,,Þór“
á Selvogsbanka í apríl 1935. Hér eru aldursflokkarnir fjórir (I—IV)
greinilega sýnilegir, en stærðirnar renna svo hver yfir í aðra, að ekki
er hægt að greina flokkana að til hlýtar. Þó sést að mest er af tveggja
og þriggja vgtra spærling, en minna af eins og fjögurra vetra.