Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 14
108
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
þroskuðum sviljum og hefir því verið að ræða um hér um bil
fullorðið dýr.
Ef við drögum nú saman það, sem að framan var sagt um
stærð beitusmokksins á mismunandi tímum, verður niðurstaðan
þessi:
17. júlí er hann 17,5 cm (kápan)
3. ág. — — 21,8 —
8. sept. — — 28,0 —
15. okt. — — 31,3 —
1. jan. — — 64,0 —
Lengdarmunurinn á sumar- og haustsmokknum, samkvæmt
mælingunum og lengdarmismunurinn miðað við 30 daga, verður
þá þessi:
cm.
60 .
50 .
AMJ J ÁSONDJFMAMJ JÁSOND
5. mynd. mánuðir
Yfirlit yfir vaxtarhraða beitusmokksins. Ef við tengjum þá depla sam-
an, sem tákna meðallengdina eins og hún reyndist 17. júlí, 3. ág., 8.
sept. og 15. okt., eins og gert er á myndinni, fáum við heilu línuna,
sem við framlengjum svo til vinstri handar með slitnu línunni. Eftir
stefnu slitnu línunnar að dæma (vaxtarhraðanum), ætti beitusmokk-
urinn að vera kominn í heiminn gringum 1. apríl. Á hinn bóginn hlýtur
Grindavíkur-smokkurinn (lengst t. h. á myndinni) að vera að minnsta
kosti ári eldri heldur en hinn smokkurinn, 'sem mældur hefir verið,
eins og sýnt er á myndinni, þar sem gert er ráð fyrir. minni vexti yfir
veturinn og auknum vexti á ný næsta sumar.