Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 16
110
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
STEINDÓR STEINDÓRSSON frá HlöOum:
FRÁ ÍSAFJARÐARDJCIPI
Dagbókabrot og gróðurlýsingar.
INNGANGUR.
Sumarið 1938 ferðaðist ég til gróðurrannsókna við ísafjarðar-
djúp. Það var þá ætlun mín, að sú ferð yrði inngangur að rann-
sóknum á gróðri á Vestfjörðum, eða a. m. k. nyrðri hluta þeirra.
Hafði ég hugsað mér að ferðast um norðanverðar Strandir síð-
astliðið sumar. Atvikin höguðu því svo, að úr því varð ekki, og
þar sem ég geri ráð fyrir að önnur meira aðkallandi verkefni
verði að sitja í fyrirrúmi næstu árin, svo að ég geti ekki haldið
áfram rannsóknum þar vestra fyrst um sinn, býst ég varla við
að ég fái unnið endanlega úr þeim rannsóknum, sem þegar eru
gerðar. Til þess hins vegar, að þær yrðu ekki með öllu geymdar
í plöggum mínum læt ég þessa þætti koma fyrir almennings
sjónir. Hér er ekki um nokkra heildarlýsingu að ræða, en leitast
við að gefa nokkurt yfirlit um gróðurfar þeirra staða, sem ég
fékk skoðað. Ég hefi tengt kaflana við þá staði, sem ég dvaldi
á, en ekki fellt lýsingarnar í eina heild, enda eru þættir þessir
víða teknir beint upp úr dagbókum mínum.
Ferðum mínum var þannig háttað, að ég fór fyrst að Ogri og
hafði þar nokkra dvöl, síðan fór ég um Vatnsfjörð og að Lauga-
bóli í ísafirði, og fór þaðan snöggva ferð að Rauðamýri. Þar næst
dvaldi ég á Melgraseyri og skoðaði Kaldalón þaðan. Síðan dvaldi
ég í Æðey og Sandeyri og fór þaðan um Snæfjallaheiði að Stað
í Grunnavík. Lengst komst ég norður að Kjós í Hrafnsfirði, og
leit ég eftir gróðri í Leirufirði í þeirri ferð. Freistandi hefði
verið að ræða í þessum þáttum nokkuð um byggðina og fólkið í
sveitum þessum, en hér er ekki verið að rita ferðasögu og verð-
ur það því niður að falla, en ekki get ég látið hjá líða að geta
þess, að vanfundnar verða á íslandi þær sveitir, þar sem bú-
skapur og allur sveitarbragur og risna er með jöfnum myndar-
brag og skörungsskap og við ísafjarðardjúp. Vil ég einnig nota
tækifærið' til að þakka öllum þeim mörgu þar vestra, sem greiddu