Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 113 LAUGABÓL í ÍSAFIRÐI. Inn úr ísafjarðardjúpi skerst ísafjörður; stefna hans er að miklu leyti í suður. Nálægt miðri austurströnd hans er Lauga- ból. Stendur það norðanvert við mynnið á alllöngum dal, sem skerst þar suðaustur í fjöllin. Að sunnanverðu í dalsmynninu, gegnt Laugabóli, er bærinn Múli. Á rennur úr dalnum á milli bæj- anna. Hefir hún skapað þar nokkurt undirlendi, en annars er því ekki til að dreifa um þessar slóðir, heldur falla hlíðarnar bratt niður að firðinum, einkum þó er lengra dregur inn með honum. Þar inni undir fjarðarbotni verpa ernir, og fljúga þeir oft til fanga út eftir Djúpi og heimsækja þar varplöndin. Hálsinn austan við Laugaból er lágur, um 250 m., en nokkuð hækka þó fjöllin inn með Laugabólsdalnum. Víða eru hér sprungur í hlíð- ar og er stefna þeirra nál. NV—SA. Sjást þeirra víða merki beggja megin fjarðarins. Laugar eru hér bæði við Laugaból og Múla, en ekki heitar, um 40°. í dalnum inn frá Laugabóli er allvíðlent skógarkjarr. Er það, eftir því, sem mér hefur verið tjáð, eitt hávaxnasta kjarrið við ísafjarðardjúp, enda nær skógur þessi sums staðar 2—4 m hæð. Skógurinn er þó allmisjafn útlits, sums staðar eru stór rjóður og runnar á milli. Hefur hann einkum náð þroska, þar sem skjólasamast er og um leið snjóþyngst. Ber hann víða minjar snjóþyngslanna, því að hann er niðurbældur og hvarvetna krækl- óttur, þótt allhár sé. Kjarr þetta nær næstum samfellt upp í 150 m hæð, en þar fyrir ofan eru víða birkirunnar í snjódælda- brúnum. Efst er kjarrið þó miklu lágvaxnara en neðar í hlíð- inni og víða jarðlægt með öllu. Sumarið 1938 var Laugabóls- skógur í ömurlegu ástandi. Mestur hluti hinna hærri trjáa var blaðlaus, og þau virtust vera að miklu leyti orðin feyskin. Á lág- skóginum sá hins vegar ekki teljandi skemmdir. Var það furðu raunalegt að sjá þessa sólríku og skjólsömu hlíð nær svarta tilsýndar um hásumarið. Eftir því, sem mér var tjáð, hefur mikill maðkur verið í skóginum undanfarin sumur. Veturinn á undan var mjög snjóléttur, svo að skógurinn stóð ber og nakinn í vetr- arnæðingunum, þar á ofan bættust svo vorkuldarnir. Þætti mér líklegt að þessar miklu skemmdir hafi stafað af óvenju miklu kali, sem hafi orðið enn skæðara en ella vegna þess, að trén hafi verið veikluð af maðkskemmdum undanfarandi ára. En hver sem orsökin er, þá er víst, að skógurinn mun þurfa mörg ár til að ná sér aftur. Þetta sýnir, að margt mun það vera, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.