Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
115
verða hlíðina og eins í lægðum uppi á hálsinum eru mýrasund,
algengustu plöntur þeirra og oft nærri einráðar eru klófífa1 *) og
lirafnastör,-) og þar sem þurrast er, stinnastör.3) Mýrafinnung-
ur4) er og algengur á allstórum svæðum. Sérkennilegt gróður-
lendi þar eru stórþýfðir móar, sem víða liggja í útjöðrum mýra-
sunda; eru þeir að kalla alvaxnir stinnustör.8)
Uppi á hálsinum eru víða grýtt klapparholt með melkollum,
annars er hann að verulegu leyti gróinn, en allmiklar gambur-
rnosaþembur eru þar einnig. Með líkum hætti og nú er lýst, er
gróðurfarið norður eftir Langadalsströnd, nema þar er skógar-
kjarr meira en í hlíðinni milli Laugabóls og Arngerðareyrar.
Við mynni ísafjarðar inn frá hinum eiginlega botni Djúpsins
skerast dalir nokkrir til norðurs og austurs. Mestur þeirra er
Langidalur, sem liggur upp undir Steingrímsfjarðarheiði. í hon-
um eru allmargir bæir. Norður frá honum gengur dalverpið
Hvannadalur, en Lágidalur er samhliða Langadal. Fyrir framan
dalamynni þessi, sem öll eru sameiginleg, er dálítið undirlendi
skapað af ánum, sem úr þeim falla. Langadalsá er allvatnsmikil
eftir að þverár hinna dalanna eru í hana runnar. í ár þessar
gengur silungur og lax hin síðari árin. Undan árósunum eru
allmiklar leirur og grynningar út undir bæinn á Nauteyri. Norð-
an við Langadalsá, við mynni Hvannadals, er bærinn Rauðamýri.
Þar eru allvíðlend mýrasvæði, sem bærinn dregur nafn af og
engjar meiri en annars er títt þar um slóðir. Ofan við túnið á
Rauðamýri eru margar volgar uppsprettur frá 20°—40° heitar,
koma þær þar hvarvetna undan brekkunum. En innar í hlíðinni,
í hér um bil 100 m hæð, eru vatnsmiklar laugar cg allmiklu
heitari, eða frá 50°—70°. Vatnsmesta uppsprettan er heitust, en
frá þeim öllum rennur vatnsmikill lækur niður á jafnsléttu, en
hverahrúður mikill hefir safnazt í kringum uppgönguaugun. Mun
þetta vera mesta jarðhitasvæðið við ísafjarðardjúp annað en
Reykjanes. Lítið er um sérkennilegan gróður í kringum laug-
arnar. nema sóldögg5) vex þar í stórum breiðum, en hana fann
ég ekki annars staðar þar í grennd. Við Rauðamýri vex mikið
af brönugrasi,0) en annars er gróður þar í grennd með líkum
hætti og þegar er lýst á Laugabóli.
1) Eriophorum polystachium. 2) Carex saxatilis. 3) C. rigida. 4)
Scirpus cæspitosus. 5) Drosera rotundifolia. 6) Orchis maculatus.