Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 115 verða hlíðina og eins í lægðum uppi á hálsinum eru mýrasund, algengustu plöntur þeirra og oft nærri einráðar eru klófífa1 *) og lirafnastör,-) og þar sem þurrast er, stinnastör.3) Mýrafinnung- ur4) er og algengur á allstórum svæðum. Sérkennilegt gróður- lendi þar eru stórþýfðir móar, sem víða liggja í útjöðrum mýra- sunda; eru þeir að kalla alvaxnir stinnustör.8) Uppi á hálsinum eru víða grýtt klapparholt með melkollum, annars er hann að verulegu leyti gróinn, en allmiklar gambur- rnosaþembur eru þar einnig. Með líkum hætti og nú er lýst, er gróðurfarið norður eftir Langadalsströnd, nema þar er skógar- kjarr meira en í hlíðinni milli Laugabóls og Arngerðareyrar. Við mynni ísafjarðar inn frá hinum eiginlega botni Djúpsins skerast dalir nokkrir til norðurs og austurs. Mestur þeirra er Langidalur, sem liggur upp undir Steingrímsfjarðarheiði. í hon- um eru allmargir bæir. Norður frá honum gengur dalverpið Hvannadalur, en Lágidalur er samhliða Langadal. Fyrir framan dalamynni þessi, sem öll eru sameiginleg, er dálítið undirlendi skapað af ánum, sem úr þeim falla. Langadalsá er allvatnsmikil eftir að þverár hinna dalanna eru í hana runnar. í ár þessar gengur silungur og lax hin síðari árin. Undan árósunum eru allmiklar leirur og grynningar út undir bæinn á Nauteyri. Norð- an við Langadalsá, við mynni Hvannadals, er bærinn Rauðamýri. Þar eru allvíðlend mýrasvæði, sem bærinn dregur nafn af og engjar meiri en annars er títt þar um slóðir. Ofan við túnið á Rauðamýri eru margar volgar uppsprettur frá 20°—40° heitar, koma þær þar hvarvetna undan brekkunum. En innar í hlíðinni, í hér um bil 100 m hæð, eru vatnsmiklar laugar cg allmiklu heitari, eða frá 50°—70°. Vatnsmesta uppsprettan er heitust, en frá þeim öllum rennur vatnsmikill lækur niður á jafnsléttu, en hverahrúður mikill hefir safnazt í kringum uppgönguaugun. Mun þetta vera mesta jarðhitasvæðið við ísafjarðardjúp annað en Reykjanes. Lítið er um sérkennilegan gróður í kringum laug- arnar. nema sóldögg5) vex þar í stórum breiðum, en hana fann ég ekki annars staðar þar í grennd. Við Rauðamýri vex mikið af brönugrasi,0) en annars er gróður þar í grennd með líkum hætti og þegar er lýst á Laugabóli. 1) Eriophorum polystachium. 2) Carex saxatilis. 3) C. rigida. 4) Scirpus cæspitosus. 5) Drosera rotundifolia. 6) Orchis maculatus.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.