Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 29
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
123
vaxið fífu.ft) Þessu næst var belti, sem vaxið var strjálum gras-
víði1) og stinnustör.2) Var þá þrotinn flatinn í botni hvamms-
ins, en utan með honum neðst í urðarjaðrinum og undir honum
var nálægt 1 metra breitt belti af nær hnéhárri þúsundblaða-
rós.3) Þar sem hvammurinn var lítill ummáls, aðeins nokkrir
metrar, skapaði burkninn eins konar laufskála, sem stakk mjög
í stúf við helkalda urðina, sem í kring var.
Frá 100—250 metra hæð er nær samfellt kvistlendi. Þar sem
snjólag er þynnst vaxa krækilyng4) og bláberjalyng5) í álíka
hlutföllum, en þar sem snjóþyngra er, verður aðalbláberjalyng0)
ríkjandi. Birkikjarr7) er allvíða en hvarvetna jarðlægt og enn
þroskaminna. en annars staðar þar vestra.
Frá 250—350 m hæð eru urðir og skriður, en innan um þær
smáblettir með móa- eða jafnvel mýragróðri í kringum upp-
sprettur, annars er víðast dýjamosi8) meðfram þeim, en snjó-
dældir eru þar alvaxnar grasvíði0) og grámullu.3 °) Gróðurblettir
þessir stinga mjög í stúf við berar urðirnar. Þegar enn dregur
hærra, og brúnir nálgast, þá eru víðast skaflar og sumt stór-
fenni, en inn á milli þeirra finnast þó nokkrar strjálar háfjalla-
plöntur. Uppi á fjallinu, þar sem er allaflíðandi frá brúnum, eru
óslitnar urðir til hæstu hnjúka. í h. u. b. 480—550 m hæð fann
ég þessar tegundir:
Melskriðnablóm (Arabis al-
pina).
Stinnastör (Carex rigida).
Mosalyng (Cassiope hypnoides).
Músareyra (Cerastium alpin-
um).
Rjúpnalauf (Dryas octopetala).
Fjallapuntur (Deschampsia al-
pina).
Klóelfting (Equisetum arvense).
Krækilyng (Empetrum nigrum).
Sauðvingull (Festuca ovina).
Grámulla (Gnaphalium supin-
um.
Móasef (Juncus trifidus).
Fjallhæra (Luzula arcuata).
Axhæra (Luzula spicata).
Ólafssúra (Oxyria digyna).
Melasól (Papaver radicatum).
Fjallasveifgras (Poa alpina).
Blásveifgras (Poa glauca).
Kornsúra (Polygonum vivi-
parum).
Grávíðir (Salix glauca).
Grasvíðir (S. herbacea).
0) Eriophorum Scheuchzeri. 1) Salix herbacea. 2) Carex rigida. 3)
Athyrium alpestre. 4) Empetrum nigrum. 5) Vaccinium uliginosum. 6)
Vaccinium myrtillus. 7) Betula pubescens, 8) Philonotis. 9) Salix her-
bacea. 10) Gnaphalium supinum.