Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 30
124
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Þúfusteinbrjótur (Saxifraga
groenlandica).
Snæsteinsbrjótur (S. nivalis).
Fjallasmári (Sibbaldia procum-
bens).
Lambagras (Silene acaulis).
Fífill (Taraxacum).
Blóðberg (Thymus serpyllum).
Fjalladepla (Veronica alpina)
Burnirót (Rhodiola rosea).
í tjörnum á láglendinu er nokkur gróður. Vex þar víða mikið
af síkjabrúðu1) og lónasóley.2) Á einum stað fann ég alurt,3) og
mun það vera fyrsti fundarstaður hennar á Vestfjörðum.
Eigi alllangt fyrir norðan Sandeyri liggur leiðin upp á Snæ-
fjallaheiði og þaðan norður til Grunnavíkur. Bratt er þar beggja
vegna upp að fara, en uppi er heiðin grýtt og gróðursnauð. Af
henni norðanverðri er stórfengleg útsýn norður yfir Jökulfirði
og norður yfir fjöllin allt til Aðalvíkur. Enda þótt ég færi allt
norður í Hrafnafjörð í ferðalagi mínu sleppi ég hér að skýra frá
athugunum mínum þar nyrðra.
ÆÐEY.
Skammt undan Snæfjallaströnd, nokkru innar en um hana
miðja, liggur Æðey. Sundið frá norðurenda eyjarinnar til lands
er ekki nema tæpur V2 km á breidd og liggur þó í iþví hólmi.
Suður yfir Djúpið að Ögurhólma eru tæpir 5 km. Sjálf er éyjan
frá norðri til suðurs um 2230 m, en breidd hennar er miklu
minni, eða frá 500—1000 m.
Eyjan er öll hólótt, og skiptast þar á ávalir, oft nærri kringlóttir
hólar og mýrlendar dældir. Hún er yfirleitt hærri að vestan-
verðu og eru þar nær óslitin björg meðfram sjónum, að austan-
verðu eru hins vegar grónar, aflíðandi brekkur eða flatir. Hæsta
leiti á eynni er á henni norðanverðri og heitir Stóraborg, 34 m.
Allmargir vogar og víkur skerast inn í eyna einkum að austan.
Stærstur er vogur sá, sem skerst inn nálægt miðri eynni. Fyrir
botni hans stendur bærinn. Frammi á vognum liggja tveir smá-
hólmar og skapast þar hin ágætasta bátahöfn. Æðey hefur verið
byggð síðan í fornöld og oft verið rekinn þar stórbúskapur og
skepnuhald því mikið. Mestu gæði eyjarinnar er þó æðarvarp-
ið, sem mjög er mikið, en var þó meira fyrr; er það annars
íhugunarvert, hversu almennar eru kvartanir manna víðsvegar
1) Callitriche hamulata. 2) Batrachium paucistamineus var. eradi-
catum. 3) Subularia aquatica,