Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
127
Minnist ég ekki að hafa séð jafnmikið af sóleyjum annars stað-
ar á landinu og um þessar slóðir.
Alls fann ég í Æðey 100 tegundir plantna. Fátt er samt sér-
kennilegt við flóru eyjarinnar, nema það helzt, að runnkenndar
plöntur eru hér hlutfallslega nokkru sjaldgæfari en yfirleitt á
landinu, en hins vegar er meira að tiltölu af einærum plöntum
en annars staðar. Er það skiljanlegt þar sem eyjan er öll lág-
lend og auk þess gætir þar mjög allra fylgiplantna ræktunar-
innar, illgresisins, en mikið af því eru einærar plöntur. Af þess-
um 100 tegundum eru 70 fundnar beggja megin Djúpsins á at-
hugunarstöðvum mínum í Ögri og á Sandeyri. 4 tegundir eru
fundnar í Æðey og Ögri, en ekki Sandeyri, 13 í Æðey og Sand-
eyri, en ekki í Ögri, cg loks eru 13 tegundir í Æðey, sem hvorki
eru fundnar á Sandeyri né í Ögri. Flestar þessara tegunda eru
samt fundnar einhvers staðar við Djúpið, en eru þó yfirleitt
sjaldgæfar þar.
YFIRLIT.
Þá vil ég að lokum fara nokkrum orðum um flóru þeirra
staða, sem ég fékk skoðað. Alls fann ég þar 233 tegundir. Af
þeim voru 6 nýjar á Vestfjörðum:
Móastör (Carex rupestris). Snænarfagras (Catabrosa al-
Hvítstör (C. bicolor). gida).
Rauðstör (C. rufina). Alurt (Subularia aquatica).
Lágarfi (Stellaria humifusa).
Athyglisvert er hversu nokkrar af algengustu tegundum lands-
ins annaðhvort vantar algerlega eða eru mjög sjaldgæfar á þess-
um slóðum. Eru það t. d. snarrótarpuntur,1) hvítsmári2) og vall-
humall,3) sem varla hittast þarna hvorki í ræktaðri jörð né
óræktaðri. Áður er getið þeirra tegunda, sem helzt einkenna
flóru þessara svæða, en eru sjaldgæfar annars staðar.
Læt ég svo staðar numið að sinni.
Akureyri, 11. apríl 1940.
Steindór Steindórsson.
I) Deschampsia cæspitosa. 2) Trifolium repens. 3) Achillea mille-
folium.