Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGU RINN
129
1939. Skotin í Angushéraði á Skotlandi, einhverntíma í
janúarmánuði 1940.
3) Langvía (Uria aalge aalge, Pontoppidan). Ungi, merktur
(4A/162), í Ilellisey í Vestmannaeyjum, þ. 9. júlí 1939.
Skotinn þ. 6. maí 1940 í Færeyjum (samkvæmt tilkynn-
ingu þaðan til Morgunblaðsins í Reykjavík).
4) Rauðbrystingur (Calidrio canutus canutus (L)). Merktur
(6/3057) fullorðinn á Hafurbjarnarstöðum á Miðnesi, í
Gullbringusýslu, þ. 23. maí 1940. Skotinn hjá Conway í
Norður-Wales á Bretlandi einhverntíma í janúar 1941.
C. Fuglar merktir erlendis og cndurheimtir hér.
1) Æðarkolla (Somateria mollissima subsp.) Merkt: Stavanger
Museum, Norway 30706. Fannst dauð á Barðsnesi við
Norðfjörð, þ. 6. október 1940.
2) Hegri (Ardea cinerea, L.) Merktur: University Oslo 6029.
Skotinn á Hvoli í Fljótshverfi í Vestur-Skaptafellssýslu,
iþ. 8. október 1940.
M. B.
ÓLAFUR JÓNSS0l\:
„BARNAMOLDIN“
í 1.—2. hefti Náttúrufræðingsins 1940, ræðir Áskell Snorra-
son um öskulag það, sem í Eyjafirði og ef til vill víðar, er kallað
,,barnamold.“ Telur hann, að öskugos þetta hljóti að hafa orðið
löngu fyrir landnámstíð, því lagið gangi innundir hraunin í Þing-
eyjarsýslu, sem þó séu vafalaust runnin áður en landið byggðist.
Fleiri hafa bent á þetta sama. Ef við athugum mógrafir um mið-
bik Norðurlands, t. d. í Eyjafirði, þá finnum við ,,barnamoldarlag-
ið“, sem er ljóst á lit og víða 10 cm á þykkt eða meira, í þriðj.u
rekustungunni eða í sem næst 50 cm dýpi, en miklu neðar, eða
í 120—150 cm dýpi, finnum við annað lag líkt að útliti, en öllu
þykkara. Ofan á þessu lagi liggur þunnt lag af svörtum sandi.