Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
131
ÁRNI FRIÐRIKSSON-.
FUGLALÍFIÐ Á TJÖRNINNI í REYKJAVÍK
Hvar sem maður kemur í stórborgum menningarlandanna,
getur að líta mikinn sæg fugla ýmissa tegunda á tjörnum, götum
og í görðum. Telja útlendingar það sjálfsagða menningarskyldu,
að láta þessi dýr í friði og hlynna frekar að þeim en hitt, svo
framarlega sem þau eru ekki að einhverju leyti skaðleg. í trjá-
görðunum sér maður einnig oft spendýr, eins og t. d. íkorna, sem
hendast trjátoppanna á milli, eða broddgelti, sem fara öllum
sínum ferðum og hræðast ekki manninn.
Hér á íslandi hefir aðstaðan til villtra dýra, ekki sízt hér í
Reykjavík, verið með nokkuð öðrum hætti, alveg fram á síð-
ustu ár. Þess ber þó að geta, að almenningur til sveita hefir
löngum gert sitt til þess að hæna smáfugla (snjótittlinga) að
bæjunum, með því að gefá þeim á vetrum. En lengra hefir sam-
úð okkar íslendinga með dýrunum varla náð almennt. Það eru
ékki mörg ár síðan við Reykvíkingar vorum sjónarvottar
að því, að óknyttastrákum hélzt uppi að henda steinum
Stokkandar-blikar á tjörninni í Reykjavík.