Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 38
132
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Stokköndin með unga sína.
í fuglana á tjörninni eða leggja endurnar í einelti á ísnum. Slíkt
er ljótur leikur og ekki samboðinn öðrum en siðlausum villit
mönnum og afsprengi þeirra. En sem betur fer hefir hér orðið
mikil breyting á upp á síðkastið, og er það, er áunnizt hefir,
engum einum manni meira að þakka en Jóni Pálssyni fyrrv.
bankagjaldkera. Nú er svo komið, að allur þorri Reykvíkinga,
jafnt krakkar sem fullorðnir, lætur sér annt um fuglana á tjörn-
inni og keppist við að hæna þá að sér og gefa þeim mat. Enda
hefir nú fuglalífið hér fengið annan svip en áður var, bæjarbú-
um til gleði og sóma og er viðbúið að við eigum von á fleiri teg-
undum, þegar fram í sækir.
Algengasti fuglinn á tjörninni allan ársinis hring er stokk-
öndin (Anas boscas). Er óhætt að fullyrða að þessi fugl er
mörgum Reykvíkingum til mikillar gleði, en það sýna hinir
mörgu brauðmolar, sem fara í tjörnina. Og stokköndin sjálf hefir
ekki síður gleði af sambúðinni. Það liggur við að hún sé orðin
svo spök, að taka megi hana með höndunum, hún hræðist a. m. k.
ekki þá, sem koma með brauðmolana. Stokköndin verpir í Vatns-
mýrinni. Þegar tjörnina leggur alveg verður hún að flýja og
flýgur þá suður á Skerjafjörð eða til sjávar annars staðar í