Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 40
134 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Skeiðandar-steggurinn á tjörninni í Reykjavík.
vart á tjörninni 21. apríl 1939. Síðan sást hann öðru hvoru,
oftast daglega, fram í miðjan júní. Hann var í fylgd með stokk-
andarkollu (paraður henni). Eftir miðjan júní hvarf þetta par,
og verður því ekki úr því skorið, hvort kollan hafi verpt, hvort
ungar hafi komið úr eggjunum eða hvernig þeir hafi litið út.
Andategundirnar eru svo skyldar, að kynblendingar (bastarðar)
eru ekki ótíðir, en þeir eru oftast eða alltaf ófrjóir og geta því
ekki aukið kyn sitt.
Skeiðöndin er hlutfallslega nýr borgari í fuglaríki íslands.
Að vísu segist enskur fuglafræðingur, Basing-Gould, hafa séð
hana í Eyjafirði sumarið 1858, en telur það þó ekki fullvíst.
Síðan hefir ekkert til hennar frétzt hér á landi fyrr en 1931
að eitt par verpti á Sandi í Aðaldal í S.áÞingeyjarsýslu. (Sbr.
Náttúrufr. III, bls. 183—184.) 1933 verpti aftur skeiðandapar
á Sandi (sama parið?) og síðan hefir skeiðöndin verpt þar og
líklega víðar í Þingeyjarsýslu og farið fjölgandi. Vorið 1935 sást
enn fremur skeiðandapar hjá Stemsmýri í Meðallandi án þess
þó að vissa fengist fyrir því, hvort það hefði verpt þar.
Allar myndirnar í þessari grein eru gerðar eftir ljósmyndum,
sem Björn Björnsson, kaupmaður á Norðfirði, hefir tekið. Björn
hefir mikla leikni í að ljósmynda fugla og hefir til þess ágætan
útbúnað. Áður hafa birzt eftir hann myndir í Náttúrufræðingn-
um (1. árg.).