Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 42
136
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Laufröndin er vaxin víði og öðrum smávöxnum kjarngróðri.
Þar hefi ég meðal annars séð allmikið af hinum einkennilega
fjallajakobsfífli. Hann er fremur sjaldgæfur, kafloðinn öræfa-
búi, sem fáir þekkja, enda lætur hann lítið yfir sér.
Laufröndin er sannkallað Gósen sauðkindanna, sem una sér
þarna fram eftir sumri, en leita norður á bóginn bústnar og
blakkar á lagðinn, þegar hausta tekur.
En þar eru líka aðrir sumargestir, sem una sér vel. Heiða-
gæsirnar eiga þarna ágæta sumarhaga og straumendurnar
vagga sér á vorbláum straumum og strengjum í skjóli við úfna
apalkletta.
Nyrzt við Laufröndina breikkar hraunið allmjög til vesturs.
Myndast þar dálítill kriki, við hraunröndina vestanverða. Þar
sprettur upp allheit, laug, — kölluð Hitulaug.
Við Hitulaug er töluverður gróður, en enga sjaldgæfa
plöntu er þar að finna. Fyrir norðan Hitulaug er hraunflákinn
kallaður Hitulaugarhraun. Það er mjög illt yfirferðar og
gróðurlaust að mesta.
Norðan við þennan hraunfláka ibyrjar hinn eiginlegi Hraun-
árdalur, sem ég hef áður minnzt á.
Fyrir nokkrum árum var ég á ferð með víðförulum Breta um
þessar slóðir. Lét hann svo um mælt, þegar við horfðum yfir
Hraunárdalinn, að hér væri landslag mjög líkt og víða í
Abessíníu. En vel má vera að þetta hafi verið fleipur eitt.
Um langt skeið hafa Laufrandar- og Hitulaugarhraun verið
óskalönd fjallarefsins. Hefir hann búið sér greni víðsivegar í
kyrrlátum hraunhólum og herjað grimmilega á sauðfé nágrenn-
isins.
Það hefir því verið siður bárðdælskra bænda, vor hvert, að
vitja nokkurra grenja, sem fundizt hafa, og er það sjálfsögð
kvöð grenjaskyttunnar að vinna á skolla í hvert sinn er hans
verður vart í greni.
Vorið 1932 fóru þeir Tryggvi Guðnason og Hörður Tryggva-
son feðgar frá Víðikeri í hina árlegu grenjaleit suður yfir
Hrauná.
Ekki man ég hvort þeir sáu nokkuð til ferða lágfótu, en að
þessu sinni fundu þeir annað, sem merkilegt hlýtur að teljast.
Nokkru fyrir austan Laufröndina sunnanverða er mjög hár
og alleinkennilegur hraunklettur. Um langt skeið hefir skolli
átt þar greni, sem hann hefir lagt í öðru hverju.