Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 46
140
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
snæuglufjöðrum og á fjaðradreifinni mátti greinilega sjá hvar
uglan hafði flogið áleiðis til Iheimkynna sinna, við lítinn sóma.
Ólíklegt þykir mér, að snæuglan lifi á silungi, en ef svo
væri, þá myndi það, að einhverju leyti, létta henni lífsbar-
áttuna, því að árnar í Framdölum eru ekki með öllu snauðar
af silungi.
Það ber stundum við, að snæuglur sjást hér úti í 'byggð,
þegar harðnar um á vetrum. En ekki er víst að það séu uglurnar
frá Laufrönd. Betur gæti ég trúað að þessar uglur ættu sumardvöl
mikið norðar og austar, í svokölluðu Suðurárhrauni, sem liggur á
milli Suðurár og Sandár, á afrétti Mývetninga. Leikur okkur
Víðikersbræðrum mikill grunur á því, að þar sé um annan snæ-
ugluvarpstað að ræða. Og ástæðan er fyrst og fremst þessi:
Seint um vorið 1935 átti Hörður ferð um hraunið, skammt
norður af Breiðdal. Gekk hann upp á stóran og sérkennilegan
klett, eigi langt frá hraunröndinni.
Uppi á klettinum fann hann hreiður, frá því um vorið.
Hafði hreiðurbúi auðsjáanlega ungað iþarna út, með heiðri og
sóma, því að eggskurn var í bólinu.
Herði þótti hreiðrið all einkennilegt og harla líkt hreiðrinu,
sem hann fann í Laufrandarhrauni vorið 1932. Þess má og
geta að mikið var af fuglabeinum umhverfis hreiðrið og bendir
það mjög á, að þarna hafi snæugla orpið.
Ekkert sá Hörður til ugluferða að þessu sinni, en síðan þetta
bar við hafa uglur sést iþarna á sveimi hvað eftir annað, og
síðast á nýliðnu vori.
Ekkert hefir þó verið gert til þess að leita þarna að varp-
stöðum snæuglunnar, enda hafa þingeyskir bændur öðru að
sinna yfir háannatímann.
Læt ég svo útrætt um hinar dularfullu snæuglur.
Víðikeri, 14. ágúst 1941.
Kári Tryggvason.