Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 54
148
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
til brynstirtlunnar fyr en í sumar (1941), en nú hefir hún fundizt
á eigi færri en sex stöðum og það sums staðar í allstórum stíl, á
öllu svæðinu frá Norðfjarðarflóa suður um land til Skagafjarð-
ar, eins og nú skal verða greint.
1. Norðfjiirður. Fyrir nokkru barst mér bréf frá Jóni L. Bald-
urssyni, Neskaupstað, Norðfirði, dags. 25. ágúst cg litlu síðar
fékk ég fisk, sem átti að fylgja bréfinu, og var iþað brynstirtla,
14 cm löng. Hafði hún komið upp úr fiski.í mynni Norðfjarðar-
flóans 20. ágúst.
2. Hornafjörður. Þ. 6. ógúst skrifaði Guðni Jónsscn, Höfn í
Hornafirði mér og sendi með bréfinu tvo fiska, sem veiðzt höfðu
þann dag. Reyndist þetta brynstirtJa og voru báðir fiskarnir
jafnstórir, 13 cm. ,,Var vaða eða tcrfa af slíkum fiskum í firð-
inum cg smugu þe.'r netin“ (þ. e. silunganet), segir bréfritarinn.
Brynstiríla (Caranx trachurus). Fundarstaðir vCð ísland 1941.
3. Vestmannaeyjar. Kringum 1. sept. 1941 kom til mín Þor-
ste.nn Einarsson íþróttafulltrúi og hafði meðferð's þrjiár bryn-
stirtlur frá Vestmannaeyjum. Tvær þeirra höfðu verið teknar í
lundabyggðum, en e.'n var veidd í fötu í yfirborði sjávar á fiski-
miðum við eyjarnar. Höfðu sjómenn sagt að fiskur þessi hefði