Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
149
verið aðalátan í fiskinum við Eyjar um miðbik sumarsins. Einnig
kvað Þorsteinn hafa farið að bera á því um eða eftir miðjan júlí
að lundinn fór að veiða brynstirtlu í stórum stíl handa pisjunni
og hafði hún þá drepizt í hrönnum úr bjargarskorti, þar sem hún
gat ekki hagnýtt þessa fæðu. Sjómenn sögðu brynstirtluna hafa
verið í torfum á miðunum, þannig að hægt hafi verið að taka
hana í fötu, eins og þeir gerðu líka. Vestmannaeyjafiskarnir
reyndust 13—14 cm langir.
4. Hafnarfjörður. Þann 2. september fékk ég eina brynstirtlu
frá Guðmundi Þórðarsyni, Vesturgötu 48, Reykjavík, og hafði
hún veiðzt við Nýju bryggjuna í Hafnarfirði daginn áður. Fisk-
urinn var þarna á sveimi innan um upsatorfu (sjálfsagt fleiri),
en vildi ekki taka beitu. Þessi eini, sem náðist, hafði krækzt á
öngui. Þá hringdi til mín Gísli Guðmundsson frá Hellu, Hafnar-
firði, mánudaginn 22. sept. og sagði mér, að með kvöldflóðinu
daginn áður hefðu sézt ógrynni af smáfiski, líkum makríl, alveg
uppi við landsteina í Hafnarfirði. Hafði smokkur verið fyrir
utan torfuna og undir henni og veiddist nokkuð af honum. Eftir
nánari lýsingu Gísla á þessum fiski gekk ég þess ekki dulinn, að
hér var um brynstirtlu að ræða. Taldi Gísli torfuna hafa verið
svo stóra. að fylla hefði mátt með henni nokkur hundruð síldar-
tunnur. Bað ég hann að útvega mér dálítið af þessum fiski, svo
ég gæti rannsakað hann, ef færi gæfist seinna, og gerði hann
það. — Er ég honum mjög þakklátur fyrir þann greiða. Daginn
eftir, þann 23. september, komu fiskarnir, og höfðu þeir veiðzt
kvöld:ð áður. — Þann 24. september hringdi Ingólfur Flygen-
ring, útgerðarmaður í Hafnarfirði, til mín og kvað mikla torfu
af þessum fiski vera þarna ennþá. Höfðum við orð á því, að rétt
væri að veiða nokkur hundruð tunnur til beitu, ef kostur væri.
Daginn eftir talaði ég við Flygenring og kvaðst hann þá þegar
hafa fryst 25 tunnur, og myndi frysta meira óhræddur.*)
5. Patreksfjörður. Þann 8. september hitti'ég Jón Guðmunds-
*) Efnarannsókn, sem gerð var á sýnishorni, gaf þennan árangur:
Vatn
Aska
70,4%
2,4%
17,4%
9,8%
100%
Protein
Fita .
Samtals