Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 56
150
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
son, formann frá Patreksfirði, og tjáði hann mér að torfa af bryn-
stirtlu hefði sézt á Patreksfjarðarhöfn um mánaðamótin júlí—
ágúst. Fiskarnir voru styggir, en nokkrir náðust þó í smásíldar-
háf og var hægt að ganga úr skugga um það, eftir fiskabók
Bjarna, að eigi gat um annað verið að ræða en brynstirtlu. Sama
dag, þá um kvöldið, var ég svo hringdur upp af Baldri Guð-
mundssyni, kaupfélagsstjóra á Patreksfirði. Sagði hann þá að
fullt væri. áf þessum fiski við bryggjurnar og drengir væru að
veiða hann að gamni sínu. Mældi hann einn og reyndist hann
13 (13,5) cm. Bað ég hann að senda mér gott sýnishorn ef ferð
félli, og lofaði hann því, en ekki hefi ég fengið neitt enn sem
komið er.
6. Skagafjörður. Þaðan sendi Jón Jóhannesson, yfirfiskimats-
maður á Siglufirði, Náttúrugripasafninu í Reykjavík eina bryn-
stirtlu. Hún hafði veiðzt 14. sept. skammt austur af Lundey í
Skagafirði og reyndist hún 14 cm á lengd.
Eins og séð verður af því, sem að framan er greint, hefur bryn-
stirtlan verið mjög útbreidd hér við land á þessu ári. Verður að
líta svo á, að útbreiðslusvæðið hafi verið óslitið a. m. k. frá
Hornafirði um Vestmannaeyjar — Faxaflóa allt vestur til Pat-
reksfjarðar, úr því að hún hefir fundizt í stórum stíl á öllum
þessum stöðum, en sennilega hefur hún verið strjálari frá Horna-
firði til Norðfjarðar og frá Patreksfirði til Skagafjarðar, en þó
er það engan veginn víst. Á svæðinu frá Skagafirði, austur um
til Norðfjarðar, hefir hún enniþá ekki fundizt, svo mér sé kunn-
ugt um. Þó er engan veginn hægt að staðhæfa að austurtakmörkin
við Norðurland séu kringum Skagafjörð né norðurtakmörkin við
Austfirði nálægt Norðfirði, það getur verið að brynstirtlan sé nú,
eða hafi verið í sumar, hringinn í kringum landið.
Athyglisvert er það, að allur sá fiskur, sem vart hefir orðið
í sumar, og eins sá, sem veiddist 1937, er af mjög líkri stærð,
eða um 12—16 cm á lengd, eins og eftirfarandi tafla og myndin
á bls. 151 ber með sér. Eins og greint hefir verið að framan
tókst mér að ná í sýnishorn frá Hafnarfirði, og gat ég rannsakað
186 fiska, Stærðin á þeim reyndist þessi: