Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
151
Lengd, cm: Fjöldi: %
16 1 0.5
15 25 13.4
14 82 44.1
13 68 36.6
12 10 5.4
Samtals: 186 100.0 %
Meðallengdin reyndist 13.67 cm. Ég skoðaði kvarnir úr nokkr-
um fiskum, og reyndust mér iþaer ekki nothæfar til aldursákvarð-
ana, en á hinn bóginn virtist vera einn vetrarhringur í hreistr-
inu. Nú er þess að gæta, að hjá fiski, sem lifir ef til vill allt
árið uppi í sjó, eins og brynstirtlan, gætir lítt munar sumars og
veturs og því hljóta vetrarbaugarnir að vera daufir. Árangur
lengdarmælinganna (sbr, línuritið bls. 151) bendir í þá átt að hér
sé einungis um einn árgang að ræða og mér er nær að halda, að
allt, sem hingað til hefur komið hingað af þessum fiski, bæði nú
og 1937, sé á öðru ári. Ætti þá sú brynstirtla, sem veiðzt hefur
hér í sumar, að hafa komið í heiminn snemma sumars 1940. —
Engin áta fannst í maga fiskanna.
Yfirlit yfir lengdina á Hafnarfjarðar-brynstirtlunni (sbr. töfluna).
Tölurnar á myndinni tákna hve margir fiskar voru af hverri lengd
(t. d. 82 14 cm, 25 15 cm 0- S- frv.).