Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 58
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Það verður að líta svo á að brynstirtlan komi hingað sem gestur frá suðlægari höfum, og þessi óvenjulega mikla gengd, sem verið hefur síðast liðið sumar, sé óvenjulegt fyrirbrigði, er standi í sambandi við óvenjulega heitan sjó. Okkur er líka kunnugt um að sjávarhiti hefir verið óvenjulega hár síðastliðin ca. 15 ár og hefi ég oft bent á það áður í ræðu og riti, auk þess, sem birtzt hefur um það úr öðrum áttum. Okkur er það einnig kunnugt, að venju fremur hefur bcrið hér á öðrum suðrænum gestum á þessu sumri og á ég þar við marsvínið (grindhvalinn) cg beitusmokk- inn (kolkrabbann). í góðu samræmi við aukinn hita til icfts og sjávar undanfarin ár hefur hver tegundin eftir aðra (einkum fuglategundir), sem áður voru hér lítt þekktar eða óþekktar með öllu, skotið upp höfðinu. Þeim, sem kynnu að vilja afla sér frekara fróðleiks um þetta efni, verð ég að vísa til ritgjörðar eftir eftir dr. Finn Guðmundsson (Nátt. X. árg. bls. 4) og annarar eftir dr. Bjarna Sæmundsson í Rapp. et Proc. Verb. (sjá heimildalistan). Auk þess hafa birtzt margar greinar í Náttúrufræðingnum, semækki verða taldar hér Það er ekki ástæða til þess að efa það, að hin óvenjulega bryn- stirtlugengd hér við land standi í sambandi við óvenjulega heitan sjó og ekkert bendir til þess, að skýrsla Jónasar Hallgrímssonar, um brynstirtlu *hér við land, rétt fyrir miðja síðustu öld, hafi ekki við full rök áð styðjast, þótt hún verði ekki sönnuð. Við getum því ekki varist þeirri spurningu, hvort þá hafi verið venju frem- ur heitt hér við land. Við vitum, að fyrstu ár 19. aldarinnar voru köld, en þegar Fr. Faiber, fuglafræðingurinn, dvaldi hér á landi frá iþví um vor.ið 1819 cg fram til haustsins 1821, bar hér venju fremur mikið á aðkomu- fuglum, sem ekki var kunnugt um áður, og svipar því þessa tíma- bils til síðustu ára, að þessu leyti. Ef við flettum upp í „Árferði á íslandi í þúsund ár“ eftir Þorvald Thoroddsen, komumst við þá einnig að raun um, að einmitt um þetta leyti voru óvenjulega hlýir vetur, og bendir það á sterk áhrif frá Gclfstraumnum. Thoroddsen skrifar meðal annars: 1819. „Veturinn var einn hinn bezti og snjóaminnsti ....“. 1820. „Þessi vetur reyndist einn hinn mildasti um allt land, snjólaus og frostvægur 1821. „Veturinn var um allt Suður- og Austurland mjög mildur, snjóalítill og frostvægur ....“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.