Náttúrufræðingurinn - 1941, Qupperneq 61
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1S5
Gráröndungur (Mugil chelo). Dan. Fauna.
ina (Mugil chelo), sem talið er að. allir þeir fiskar, sem áður hafa
fundizt hér, hafi talizt til. Náði ég því sambandi við Guðna og
vildi hirða fiskana, en það var um seinan. Á hinn bóginn gafst
mér síðar kostur á að hitta hann, og sýna honum myndir af teg-
undunum, og var hann ekki í efa um, að þessir þrír fiskar væru
sömu tegundar og hinir, sem áður eru þekktir hér.
Gráröndungurinn á heima í Atlantshafi, bæði Ameríku- og Ev-
rópumegin. Við strendur Evrópu nær heimkynni hans frá íslandi
og sunnanverðum Noregi suður í Miðjarðarhaf. Hrygningarstöðv-
arnar (gráröndungurinn hryggnir við yfirborð sjávar) ná þó ekki
norðar en til Bretlandseyja. Fiskur þessi heldur sig mest við
strendurnar og gegnur jafnvel upp í árósa. Lifir hann þar á ýms-
um botndýrum. Hér verður að skoða hann sem flæking, er slangr-
ar hingað sunnan úr höfum á heitasta tíma árs (allir fiskarnii
hafá fundizt síðast í júlí og í ágúst) og berzt hann þá sjálfsagt
með yfirborðsstraumunum og nærist á dýrum þeim, sem hafast
við við yfirborð sjávar (svifdýrum). Hann er einn af mörgum
fylgifiskum Golfstraumsins á sumrin (beitusmokkur, marsvín,
búrhvalir o. fl.).
Gráröndungurinn getur orðið allt að því 60 cm. á lengd, er
sagður góður til matar, en er þýðingarlaus vegna þess hversu
sjaldgæfur hann er.
Eftir að þetta var ritað fékk ég annað bréf frá Guðna Jónssyni.
dags. 6. ág. 1941, þar sem hann tilkynnir mér að gráröndungur
hafi veiðzt þar á staðnum 17. júlí 1941. Hann var um 40 cm á
lengd og bústinn og sællegur, eftir því, sem Guðni skrifar. Loks
fékk ég svohljóðandi símskeyti frá Birni Stefánssyni, Fáskrúðs-
firði, dags. 9. september: ,,Tilkynnist veiddust 8. september 2
gráröndungar í fyrirdrætti, lengd 36 cm, þyngd 430 grömm.“
Á. F,