Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 75
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
167
læ'kkun en leki á footni Lambhagatjarnar. Ef menn fallast á þá
skoðun, að Kleifarvatn sé hluti af jarðvatninu, er næsta ósenni-
legt, ef e'kki óhugsandi, að það hafi annað afrennsli en rennsli
jarðvatnsins sjálfs, því að glufur og gjár, sem kynnu að vera í
bergið undir því og umihverfis, hljóta að vera fullar af vatni
upp að jarðvatnsborðinu, og gera verður ráð fyrir því, að rennsli
jarðvatnsins sé mjög jafnt, nema hvað það hlýtur að vaxa eitt-
hvað, ef jarðvatnið hækkar. Sogpípa kemur ekki til álita fyrir
margra hluta sakir.
ÞverskurSarmynd, er sýnir, hvernig ætla má, að jarðvatnsborðið liggi
beggja vegna Kleifarvatns.
Kleifarvatn liggur í djúpri dal'kvos milli ibrattra hlíða. Beggja
vegna við |það hlýtur því jarðvatnsiborðið að liggja allmiklu
hærra en vatnsflöturinn og halla að honum (sbr. myndina). Jarð-
vatnið hlýtur því að streyma stöðugt til vatnslægðarinnar, en
aðstreymi Iþess er ekki svo mikið, að það nægi til þess að fylla
hana svo, að vatnið fái framrás ofanjarðar. Hins vegar hallar
svo stóru svæði að vatninu, að óhugsanlegt er, að uppgufun frá
vatnsfletinum hamli á móti aðrennslinu. Vatnið hlýtur því að
hafa afrennsli neðan jarðar, og það afrennsli er rennsli jarð-
vatnsins. Nú getur jarðvatnið ekki fremur en annað vatn runnið
þangað, sem hærra vatnsborð er fyrir, en þannig er háttað
beggja megin við Kleifarvatn, eins og áður segir. Hæð Græna-
vatns og Gestsstaðavat-ns sýnir, að sama máli gegnir um lægð-
ina suðvestur frá vatninu. Afrennsli vatnsins hlýtur því að vera
ti-1 norðausturs, u-ndir skarðinu, sem verður milli Lönguhlíðar og
Sve'fluháls. í Kleifarvatni öllu er því straumur til norðausturs
— straumur jarðvatnsins. Þegar vatnið er svo hátt, að Lamb-
hagatjörn sé þurr, liggur afrennslið undir botni hennar. En ef
vatn er í tjörninni, rennur fyrst i-nn í hana úr aða'lvatninu, en
síðan aftur út úr henni um norðausturfjöruna. í ósnum hlýtur
straumurinn að vera mestur, og þar má mæla afrennslið. Mjög