Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 82
174
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
sú lækkun sjálfsagt að verulegu leyti af myndun sjávarÞorpa á
kostnað sveitanna. En síðan um 1920 virðist þó smám saman
hafa færst í betra horf, eins og eftirfarandd tölur bera með sér:
íbúafjöldi Nautgripafj. N. pr. 1000
1900 78,5 þús. 25,7 þús. 327
1910 85,2 — 26,3 — 309
1920 94,7 — 23,5 — 248
1930 108,8 — 30,1 — 276
1940 ca. 120,0 — ca. 37,5 — ca. 313
Þessar tölur gera ekki kröfur til þess að teljast nákvæmar,
en ættu þó að gefa allgóða hugmynd um þetta atriði.
Það væri fróðlegt að geta fengið yfirlit yfir hvað mdkið af
nautgripum er í öllum heiminum, en þess er því miður enginn
kostur, vegna þess, að skýrslur eru víða mjög ófullkomnar. Það
eru líklega ekki nema 6 lönd utan Evrópu, sem edga 10 milljónir
nautgripa eða fleiri, en þau eru:
Indland, en þar eru um 121,4 milljónir nautgripa
Bandaríkin, — — — — 60,6
Argentína, — — — — 32,2
Kína, — — — — 22,0
S.-Afríka, — — — — 10,6
Mexfkó, — — — — 10,0
Um kúafjöldann miðað við íbúatölu í löndum utan Evrópu,
munar enn þá meiru en í Evrópulöndum. Þannig eru tvö lönd,
Argentína og Nýja Sjáland, þar sem þrír nautgripir koma á
hvern íbúa, en á hinn bógdnn mega önnur lönd heita nautgripa-
laus, eins og til dæmis Japan, þar sem 45 manns eru um hvern
nautgrip, eða Formosa, þar sem 60 manns koma á hvern naut-
grip.
Eins og áður er vikið að, eru engin tök til þess að gera hér
glögga hugmynd um nautgripafjöldann í, hieminum, en Það mun
varlega áætlað að hann sé 550—600 milljónir.