Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 85
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
177
af brezka setuliðinu sumarið 1940. Var því félagið í vandræðum
með fundarstað, þangað til samkomulag varð við háskólann um
húsnæði handa samkomunum. Þar er að'búðin hin prýðilegasta
og geta þeir félagsmenn, sem vilja, fengið kaffi í veitingastofu
háskólans eft:r funddna og er það ótvírætt til þess að auka félags-
legt gildi þeirra. Hafa félagsmenn þar stofu útaf fyrir s:g og
geta þar rætt um áhugamál sín. Þá hefir verið horfið að bví
ráð.i, að auglýsa fundina betur en áður var gert. Auglýsingar í
blöðunum hafa verið látnar niður falla, en fundirnir boðaðir í
pósti og þess getið, hver yrði ræðumaður og um hvað hann
talaði. Fundarboð hafa verið send öllum félögum í Rvík, Hafn-
arfirði og nágrenni, svo og þeim utanbæjarmönnum, sem vitað
var að staddir væru í Reykjavák.
Enda þótt fundarsóknin sé enn Þá ekki mikil, hefir þó tala
Iþeirra, sem fundina sækja, um það bil tvöfaldazt vegna þessara
ráðstafana, en aðra breytingu hafa þær einnig haft í för með sér.
Áður mátti heita, að alltaf kæmu sömu mennirnir. Nú er aftur
farið að bera á því, enda þótt sjá megi sömu mennina fund eftir
fund, að ýmsir sækja fund og fund, sumór vilja hlusta á erindi
um jarðfræði, aðrir um grasafræði eða landibúnað og þar fram
eftir götunum.
II. Ferðir félagsins sumarið 1941. Á fundi stjórnarinnar vet-
urinn 1940—1941 bar Árni Friðriksson fram þá tillögu, að félagið
gengist fyrir ferðum fyrir félagsmenn út í náttúruna. Var sú
tillaga samþykkt. Síðan var Á. F. falið, að tilhlutun formanns,
að undirbúa og sjá um ferðirnar sumarið 1941. Varð það að ráði
og naut Á. F. aðstoðar ritarans, dr. Finns Guðmundssonar, við
undirbúning ferðanna. Síðan var hafist handa með þessa nýju
starfssemi félagsins og farnar tvær ferðir.
1. ferð. Sunnudaginn 29. júní var fyrsta ferðin farin. Hafði
hún áður verdð auglýst á sama hátt og samkomurnar, með fimm
daga fyrirvara, á þessa leið:
HIÐ ÍSLENZKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG.
Félagið efnir til ferðalags til Hveragerðis, Eyrarbakka og
Stokkseyrar sunnudaginn 29. júnif 1941. Séð verður fyrir leið-
beiningum eftir því sem kostur er á. Þátttakendur mæti á bif-
reiðastöð Reykjavíkur klukkan 9 fyrir hádeg.i og hafi með sér