Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 87
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
179
fjögur leitið. Undir borðum fór Árni Friðriksson nokkrum orðum
um sumarstarf plantnanna og sýndi fram á hvernig plönturnar
hefðu litina í auglýsingaskini til frævunar og aldinsáningar. Þá
skýrði Ingólfur Davíðsson frá því, hvernig plönturnar byggju
sig undir veturinn.
Það var ætlunin að fá umsjónarmann Þingvalla til þess að
sýna félagsmönnum gamlar búðartóftir og fleira, en vegna ann-
ru'kis hans gat þó ekki af því orðið.
Að aflokinni. kaffidrykkju var legstaður Einars Benedikts-
sonar skoðaður, en síðan farið um í furulundinum og iiann at-
hugaöur. Þaðan var gengið í Almannagjá og farið þar í bílana
og haldið til Reykjavíkur. Þangað var komið klukkan 19.30. Þátt-
takendur vcru 13.
Það verður að gera ráð fyrir, að félagið haldi áfram á þeirri
braut, sem hér hefir verið rudd. Til mála gæti einnig komið að
fara lengri ferðir, en eins og nú standa sakir, eru ferðalög svo
kostnaðarsöm, að óvíst er, hvort rétt er að gera tilraun í þá átt
fyrr en um hægist. Aðalatriðið er Það, að sú byrjun, sem hér
hefir verið gerð, eigi sér farsælt áframhald.
Á. F.