Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 88
180
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
ÁRNl FRIÐRlKSSON:
GLERMÆR HEIMSÆKIR ÍSLAND
Lesendum Nátturufræðingsins mun ef til vill koma nafnið
“glermær“ nokkuð á óvart og brjóta heilann um hvers konar
,,dama“ það kunni nú að vera, en ég skal byrja strax á sögunni
og segja hana e::ns og hún gekk.
Morgun nokkurn síðla í septembermánuði þ. á. var hringt til
mín frá bifreiðaafgreiðslunni á Hverfisgötu 50 hér í Reykjavík,
og mér sagt að ég ætti hjá þeim sendingu austan úr sveitum.
Ég brá strax við og lét sækja sendinguna, það var dálítill kassi.
En mér brá heldur en ekki í brún, þegar ég sá hvað í kassanum
var. Við mér blasti stórt og glæsilegt skordýr, sem aldrei áður
hafði fundizt hér á landi. Þetta var glermær, en glermeyjar —
(Odonata) — nefnist skordýraflokkur, sem hingað tdl hefir ekki
átt neinn fulltrúa í dýraríki lands vors. Dýrið var lifandi, þegar
það kom í mínar hendur; það var sent frá Varmahliíð, V-Eyja-
fjallahreppi, Rangárvallasýslu. Við nánari rannsókn sýndi dýrlð
sig að teljast til ættkvíslarinnar Aeschna, en tegundin varð ekki
Glermær (Aeschna). Dan. Fauna.
ákvörðuð með vissu með þe'm bókakosti, sem við höfum, en
við þóttumst þó vissir um, að varla væri um neina Norðurlanda-
tegundanna að ræða. Myndin, sem fylgir þessari grein, er af teg-