Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 89
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
181
und (Aeschna grandis), sem er nauðalík þeirri, sem dýrið telst
til og það var mjög líkt að stærð og myndin sýnir.
Glermeyjkrnar eru frekar fábreyttur, en mjög sérkennilegur
flokkur skordýra, Þannig að hvert skólabarn í örðum löndum
Iþekkir strax glermeyju frá öllum öðrum skordýrum, þótt víða sé
að ræða um mikla margbreytni í skordýraheiminum þar. Gler-
meyjarnar teljast til þeirra skordýra, sem taka ófullkominni
breytingu og hafa bitmunn. Þetta eru frumleg einkenni, enda
eru glermeyjarnar meðal elztu dýraflokka á jörðunni. Þær voru
til þegar í fornöld jarðsögunnar, einungis frábrugðnar núlifandi
glermeyjum í óverulegum atráðum. Þær hafa því haldið velli
svo að segja gegnum allar byltingar jarðsögunnar í þeirri mynd,
sem þær hafa nú. Þær hafa séð hvert stórveldið eftir annað í
heimi dýranna líða undir lok og önnur, eigi minni, hefjast til
valda á jörðunni í þeirra stað.
Eins og myndin sýnir, hafa glermeyjar fjóra vængi og eru
meistarar í að beita þeim. Einkennilegt er það, að þegar dýrið
situr á jörðu niðri, leggur það aldrei vængina aftur með aftur-
bolnum eða brýtur þá saman, heldur standa Þeir beint út frá
hliðunum eins og vængir á flugvél eða þeir liggja á ská upp og
aftur. Hinir annáluðu „ástardansar“ glermeyjanna fara fram í
loftinu og æxlunin líka. Lirfurnar lifa í vatná.
LEIÐRÉTTING
Svo illa hefir til tekist, að rangt höfundarnafn hefir prentast
undir greinána: „Drangey og hvernig hún er til orðin.“ Höfundur
þessarar greinar er Jakoib Líndal og er þetta leiðrétt í efnisyfirliti
árgangsins. Bið ég hér með höfund greinardnnar, Jakob Líndal,
velvirðingar á þessum m’stökum.
Á. F.