Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 94
186
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
á líf5; eða ætti nána ættingja í höfum jarðarinnar nú á dögum.
Það var því sízt að furða, 'þótt uppi væri fótur og fit meðal vís-
indamanna, þegar það fréttist sumarið 1939, að þá um veturinn
hefði veiðzt einn fiskur af þessari ætt á togara við strendur
Suður-Afríku. Vísindamenn handléku leifar af fis'kinum og það
var engum iblöðum um það að fletta, að hér var að ræða um
tegund, sem allir héldu aldauða fyrir 50 milljónum ára.
Fiskurinn veiddist 22. desember 1938 á 70 m dýpi út af East
London á strönd S-Afríku. Hann reyndist 150 cm á lengd, en
vóg 57,5 kg og var bráðlifandi þegar hann kom upp úr sjónum.
Hann var stálblár á lit cg augun stór og blá. „Beinagrindin" var
öll úr brjózki, en höfuðið var að utan brynjað beinskjöldum, en
líkammn var annars allur varinn af þyk'ku beinhreistri með
glerungi að utan. Uggarnir voru merkilegir að því leyti, að þeir
voru eins og á sköptum, og eins og sést á myndinni, var bygging
stirtlunnar og sporðblöðkunnar með allt öðrum hætti en hjá
no'kkrum núlifandi fis'ki. Allur var fiskur þessi óhemju feitur,
og smitaði úr sér' kynstrunum öllum af lýsi þegar hann kom inn
í skipið og verið var að gera að honum. í öllum líkamshlutum
var lýsi í stórum stíl og úr hryggbrjózkinu einu fengust 4 lítrar.
Því miður komst aðeins „skinnið og 'beinin“ í hendur vísinda-
manna, cg má telja það mjög illa farið, að þeir skyldu ekki eiga
kost á því að fá fiskinn í heilu líki, til þess að geta rannsakað
sem nákvæmast alla innri gerð vöðva og annarra líffæra. Jarð-
lögin varðveita jafnaðarlega aðeins föstu hlutina og á þeim ein-