Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 96
188
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN •
efni, sem gefur gljáann. Parísar-perlurnar eru hins vegar holar
glerkúlur, og er efninu smurt innan á kúluflötinn. Efni þetta
fæst úr fiskiroði, en uppistaðan í því eru krystallar úr efni, sem
heitir gúanin, en þeir eru í yfirhúðinni utan á hreistrnu, og
stafar af þeim silfurgljáa. Sá fis'kur, sem mest hefir verið sótt
til af þessu efni, er vatnakarfa-tegund (Alburnus lucidus), en
síldarroð hefir einnig verið notað, og jafnvel roð fleri tegunda.
(Það er misskilningur að síldarhreistrið sjálft sé notað tii þess-
ara hluta, Því að í því er ekkert annað en bein, heldur er því
safnað vegna þess að við það loðir yfirhúðin af síldinni. en í
henni eru gúanín-krystallarnir.)
Á. F.
ÁHRIF VETNISÞÉTTLEIKANS Á URRLÐAN
Fyrir nokkrum árum gerði Winifred E. Frost rannsóknir á
vexti urriðans ;í írskum ám og árhlutum.Rannsóknir leiddu greini-
lega í ljós, að vöxturinn var mjög háður vetnis-þéttleika vatns-
ins (pH-Concentration) og reyndist þeim mun meiri, sem vetnis-
þéttleikinn var meiri. Um það, sem ég kalla vetnisþéttleika, er
rétt að taka þetta fram til skýringar: Ef vetnisþéttleikin er minni
en 7 er sagt að vatnið sé súrit en þá litar það bláan lakmúspappír
rauðan. Ef þéttleikin er nákvæmlega 7 er vatnið .,neutralt“ og
gefur þá enga 'svörun á lakmúspappír en sé þéttleikinn yfir 7 er
vatnið basiskt, en það má þekkja á því, að það litar þá rauðan
lakmúspappír bláan. 5 vetra urriði í vatni með vetnis-þéttleikan-
um 5.6 reyndist að eins 20 cm á lengd, en jafngamall urriði í
basisku vatni (v.-þ. = 7.9) var 32 cm á lengd. Það sýndi sig, að
ekki gat fæðumagninu verið um að kenna, hve seint urriðinn í
súra vaitninu óx, en eftir fleiri tilraunum að dæma verður á ein-
hvern hátt að setja vaxtarhraðann í samiband við vetnis-þéttleik-
ann, þótt ýmis önnur atriði, t. d. hitinn, hafi vitanlega einnig
sín áhrif. Það hefir einnig komið fyrir í Noregi og víðar, að
urriði hefir drepist í hrönnum í Vötnum, sem skynditega hefir
verið hleypt í mýravatni. Eitthvað líbt á sennilega líka við um
bleikjuna, þótt hún muni ekki vera eins næm fyrir þessu eins og
urriðinn.