Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 28
22 NÁTTORUFRÆÐINGURINN síðan er Katla gaus seinast, 1918, en það var liið mesta og af- leiðingaríkasta eldgos í tíð núlifandi manna. Mætti þvi telja vel við eiga, að þessa viðburðar — eða Kötlu yrði gelið að nökkru á almannafæri á þessum tíma. Mikill áhugi mun nú og rikjandi meðal náttúrufróðra manna og annarra á því að vita sem gleggst deili á slíkum fyrirbærum, og er það að vísu ekkert nýtt víða um lieim, en að því er íslendinga snertir liefir það áður fyrr verið mest í sögulegum skilningi, þótt nefna megi undantekn- ingar manna með reglulegum rannsóknarhuga eins og t. d. Svein Pálsson o. fl. Myndi nú með vissu eigi skorta athugendur, er á livaða tíma árs sem væri tækjust ferð á hendur til eldstöðva Kötlu, ef hún bærði á sér, — og skiptir óneitanlega mjög i annað liorn en var 1918, þegar sá, er þetla ritar var nýkominn til veru í Skaftafellssýslu og seztur að undir Mýrdalsjöldi; reyndist þá eigi kleift að fá stjórnarvöld landsins til þess að senda neinn mann, fróðan og færan í þessum efnum, til athugunar á eldgosinu með- an það geisaði, eða enginn virtist ])á til slíkrar farar húinn á haustdegi. Fyrir þessar sakir varð sýslumaður héraðsins eftir áskorun rikisstjórnarinnar að taka að séx% þótt ólærður væri á ]xessa vísu, og hefði mjög öðrum hnöppum að hneppa, að gera skýrslu um gosið og afleiðingar þess. ----o----- Tala eldgosa úr Kötlugjá frá því er sögur hófust með þessari þjóð, er nokkuð á reiki framan af, en seinna meir, er kemur fram á söguskrásetningar tíma, vei'ða þau auðveldar rakin, þótt nokkuð glöggar lýsingar séu ei'nkanlega eða nær eingöngu af síðari alda gosum og jökullilaupum. Allra fyrstu minnin um Kötlugos eru þjóðsagnakennd, svo sem frásögn Landnámu um gos á þessum slóðum nál. 930, er miðast við Sólheimajökul og prjónar við deilu þeii’ra Þrasa og Loðmundar. Mun samtímis liafa átt sér stað annað eldgos þar austui', trúlegast úr Eldgjá, er síðar varð kunn. En fróðir menn ætla, að hið fyrsta gos úr hinum eiginlega Kötlugíg, er sögur greina með vissu, hafi orðið árið 1179; er um það skráð i hinum gömlu Biskupasögum og blandast þar inn í viðureign Þorlálcs biskups helga og Jóns Loftssönar. Árin 1245 og 1262 eru gos í Mýrdalsjökli kennd við Kötlu, en snerta enn mest Sólheimajökul að ]xví er virðist, og er þessa getið í Islenzkum annálum (og í rituxn Sveins Pálssonxxr). í sömu lieimild segir og frá eldgosi úr Kötlu 1311, með miklu flóði á Mýrdalssandi, og eins 1416 úr Höfðárjökli; er ýmislegt um þetla og síðari gos

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.