Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1944, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1944, Síða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 27 siður hljóp liaun á brúna, með því að það þótti honum ein lífs von, og tókst að komast yfir, en þá brast hrúin að baki honum í ólgandi straumi, sem hélt áfram allt i Kúðafljót. En austan þess, í Meðal- landi, stendur að vísu vestasti hær sveitarinnar, Sandar, á liólm- um i sjálfu fljótinu, og flýði heimilisfólkið þaðan, er sýnl varð, hvað að fór, og komst nauðulega austur yfir. Skall og flóðið yfir land þessa býlis heim að bæ, er þó eigi sakaði, en alll kvikt eyddist, er fyrir varð; var þá húsbóndinn þar tepptur vestan Mýrdalssands og vissi eigi hvað fram fór heima fvrr en siðar, né vissi fólk hans, hvað af honum liefði orðið. - Þó var sveitin Álftaver beinust fyrir hlaupofsanum, eins og ávallt hefir verið í Kötluhlaupum, en skýlist þó nokkuð af gömlum jökulöldum og hraunhólum, enda hlanpið, er þangað kemur, kraftminna en í farvegum og vötnum, sem það helzt legst í. Er þelta gerðist, stóð þar yfir fjársöfnun, á Mýrdalssandi austan til (en inn með jöklinum liggur Álftavers- afréttur), og urðu bæði safnsmenn og réttarmenn, er voru hændur og ungir menn sveitarinnar, staddir i hreinum lífsháska, en tókst á síðustu stundu að forða sér heim lil hæja og mátti ekki tæpara slanda, en það hjargaði, að þeir voru á hestum. Var flóðið á hæl- um þeim og elti þá heim á býlin, hraut garða og flæddi að húsum; l'Iýði fólkið þá á hærra liggjandi staði, þar sem til voru, og varð að hýrast þar, þótt ógangur væri liinn mesti, er myrkur féll á og öskuregn. Hér hefir verið brugðið upp nokkurum myndum, aðallega frá hinum fyrsta degi goss og hlaups. Þar á eftir urðu margir dagar hver öðrum líkir, og voru þá þegar hafnar aðgerðir og ráðstafanir margvíslegar til bjargar viðskiptum og afkomu héraðsbúa, er í nauðir konmst af þessum sökum, og var þeim haldið áfram lengi eftir það, enda óhjákvæmilegt og hepnaðist líka yfirleitt vel. Verð- ur því eigi frekar lýst hér. En ólætin héldust, mátti segja, allt áður- nefnt gostímahil. Af völdum flóðsins myndaðist allmikill sandtangi eða nes í sjó út fram af Mýrdalssandi vestanverðum, sem vart er fulleyddur enn (,,Kötlutangi“). Urðu skip vegna hans að breyta siglingaleið sinni með landi fram. — Eins og getið var, lagðist hinn svarti og geigvænlegi reykjarmökkur yfir nálægar byggðir á víxl, eftir vindátt, en þar sem liann fór, dreif ösku og vikursandi, svo að jörð öll huldist. Stóð svo lieil og hálf dægur. Var ])á svarta m.ýrkur um hádag, svartara en nokkur skammdegisnótt, sand- regnið eins og hikveggur, ef litið var út úr húsum. Fvlgdu því hin slerkustu reiðarslög, er buldu á þökum sem grjótknst, og hrikti í hverju tré. Mun þetla aldrei gleymast þeim, er við áttu að búa.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.