Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1944, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1944, Side 48
42 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN \atni úr sama jarðvegi. Til að sýna mikilvægi þessa, verðnm við að minnast þess að það er mjög sjaldgæft að jurtin ráði ein yfir vatnsmagninu sem rótin nær til í moldinni. Þegar rótin sýgur til sin vatn úr jarðveginum byrjar óðai’a rennsli eða aðstreymi frá moldinni mnliverfis, lengra og lengra burtu. Þannig verður rót oft að keppa við aðra rót um vatnið og það þótt ræturnar snerti ekki livor aðra, en auðvitað er baráttan þvi harðari sem ræturnar liggja þéttar saman. Er þá augljóst, að gerð eða hæfni rótanna ræður miklu um bve vel eða illa aðdrættir vatns- ins takast í baráttunni við aðrar rætur í moldinni. Ennfremur eiga jurtirnar iðulega i baráttu um söltin eða steinefnin sem eru uppleyst í jarðveginum. Það er oft mikilvægt í þessu sambandi á livaða tíma mestur vöxtur er i ákveðnum jurtategundum. Því tvær tegundir í sama jarðvegi geta haft mismunandi aðal-vaxta- skeið og geta því kanske þrifist vel hver á eftir annarri. Nú hefir aðeins verið drepið á nokkra þætli úr baráttulífi jdantnanna — birtubaráttu, vatns- og steinefnakapphlaup. Með J-.vi að hafa jafnt bil (grisja plönturnar) og með þvi að rækta moldina milli þeirra, reynir garðyrkjumaðurinn að draga sem mest úr birtu- og vatnssamkeppninni, en notkun áburðarins er gerð til að jafna og uppfylla þarfir þeirra allra af steinefnum. Þrátt fyrir það er keppnin engan veginn alveg úr sögunni, en er aðeins takmörkuð með fórnum bvað þéttleika og útliti við- víkur. 1 ræktuðum garðhlutum er oft engin birtuharátta þótt fyrir geti það komið í jurtaþykkni. Við segjum „það getur komið fyr- ir“ því að dálítill skuggi gerir sumum jurtum ekkert. í vel hirt- um garði, er keppnin eða afskipti milli jurtanna nær eingöngu niður í moldinni, en þar er keppnin um vatn og uppleyst stein- efni oft mjög greinileg. Það er enn að miklu lcyti óleyst mál hvort eða á hvaða hátt rótarkerfi jurtar geti haft beinlínis skað- leg áhrif á rót annarrar. Það virðist áreiðanlegt að grasrætur hafi sérslök áhrif á aðrar jurtir, einhver önnur áhrif en matar eða vatnskeppni. Slík bein áhrif stafa líldega frá efnum sem myndast við rotnun róta, sem hafa hælt að starfa og dáið. Hinar fíngerðu, mörgu terefjar grasrólanna, sjúga aðeins næringu og lifa tiltölulega skainma slund, en í þeirra stað koma stöðugt nýjar, ungar rætur, en þær gömlu deyja og rotna. Ef nú, eins og ekki er ósennilegt, allar rotnandi rætur myndi skaðleg efni, þá niynd- ast þau í ríkara mæli hjá grösum en öðrum jurtum sem hafa varanlegri rætur en grösin. Þannig dregur gras, sem vex nærri

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.