Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 5
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN 67 mynd um stærð ritsins eitir þeim. Eitt lengsta brotið er um vatnsföll í Múlasýslum. Er það harla nákvæmt, og má kalla, að nefnd sé liver spræna og getið rennslis þeirra. Er brot þetta 31 blaðsíða í ritum Jónasar, og eru taldar þar uni 320 ár, en í íslandslýsingu Þorvalcls Thoroddsens eru taldar um 60 ár á sama svæði, og ver hann til þess fjórum blaðsíðum. Gefur þetta nokkra hugmynd um, hversu stór og nákvæm lýsing Jónasar átti að verða. Ef vér ætlum að skapa oss heildarmynd af náttúrufræðingnum Jónasi Hallgrímssyni, er það furðu erfitt viðfangsefni. Rit hans eru að vísu lítil að vöxtum, en fæst þeirra eru unnin til fulls. Langmestur hluti þeirra eru dagbækur eða öllu Iieldur dagbókabrot, sem skrif- uð eru jafnóðum á ferðum lians. En Jónas var enginn eljumaður við dagbókaskriftir, og aðeins eina dagbók hefir hann haldið ferðina á enda, en það var síðasta ferð hans um Austurland. Og ég býst við, að 5*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.