Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 8
70
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hann varð fyrstur vísindamanna til að veita blágómunni athygli
sem sjálfstæðri tegund.
Grasafræðin er sú grein náttúrufræðinnar, sem Jónas hefir minnst
sinnt. Varla er hægt að segja, að nokkurs staðar sé minnzt á gróður
í dagbókum hans, og á grasatali lians, sem geym/t hefir í handriti,
er sáralítið að græða.
Jónas liafði mikinn hug á að efla þekkingu almennings á náttúru-
fræði og skrifaði hann nokkrar greinar og þýddi í Fjölni. Á meðan
hann dvaldi í Reykjavík, á rannsóknarárum sínum, reyndi iiann
mikið til að koma þar á fót náttúrugripasafni, og hafði liann fengið
til þess nokkra gripi. Var honum og mikið kappsmál, að kennsla í
náttúrufræði yrði tekin upp í latínuskólanum, er hann flyttist ti!
Reykjavíkur, og hafði hann augastað á því starfi.
Þegar vér þannig lítum yfir hinn sýnilega árangur af náttúru-
fræðistörfum Jónasar Hallgrímssonar, er að vísu ekki hægt að
segja, að hann sé mikill, enda tók Jónas mestan hlut hans með sér í
gröfina. Hefir það og orðið til þess, að ýmsir þeir, er um liann hafa
ritað, hafa brugðið honum um óstaðfestu og stefnuleysi í þessum
efnum, og jafnvel kenna sumir leti. Þorvaldur Thoroddsen, senr
annars ritar af skilningi um rannsóknarstörf Jónasar, talar um
hviklyndi lians í þessurn efnum, sem eins og hann segir: „iiefir lík-
lega meðfram stafað af líkamlegum lasleika, en annars hefir það verið
talið þjóðareinkenni, íslenzkt, að áformin eru í fyrstu stór og glæsi-
leg, en framkvæmdin minni, þegar á á að herða.“ Hannes Hafstein
vill hins vegar rekja afkastaleysi Jónasar á þessu sviði til þess, að
„skálddísin hafi verið orðin afbrýðisöm“.
Það er að vísu satt, að áform Jónasar eru stór, en afköstin ekki
að sama skapi, enda má segja, að ótal i 11 rök hafi lagzt þar á eitt um
að láta sem minnst verða úr náttúrufræðistarfi hans og fela það
gleymskunni.
Fyrst má geta þess, að honum entist ekki aldur til að ljúka nokkru
heilu verki, nema fáeinum stuttum ritgerðum. En það vita þeir
gjörst, er reyna, að venjulega þarf miklu lengri tíma til að undir-
búa slík rit, en að koma þeim á pappírinn að lokum.
Fyrsta rannsóknarferð Jónasar sýndi ljóslega, að hann gat verið
afkastamaður,- en eftir að lokið er undirbúningi undir síðari ferð-
irnar, leggst allt á eitt nreð að draga úr starfi hans.
Styrkur sá, er hann fékk til rannsóknanna, var lengstunr af svo
skornum skammti, að hann hlaut að sníða ferðirnar eftir honum.
En ekki er þó víst, að féleysið hefði valdið svo miklu tjóni, ef heilsu-