Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 12
74
NÁTTÚRUJt'RÆÐlNGURINN
vætu né mikinn þurrk. Þær eru margbreytilegastar og mest út-
breiddar. (Meginhluti ísl. gróðursins).
4. Þurrkgráður, þola mjög vel þurrk og eru búnar margs konar
vörnum gegn oi: mikilli útgufun (kaktusar, helluhnoðri o. fl.)
Raki og hiti valda mestu um sköpun gróðurbelta jarðarinnar og
vatnið ræður mestu innan gróðurbeltanna.
Kn ekki má samt gleyma þátttöku loftsins. Efni þess er að vísu
svipað um alla jörð, en loftstraumarnir eða vindarnir eru voldugur
aðili. Stöðugir vindar beygja tré og annan hávaxinn gróður, eða
knýja hann jafnvel að jörðu og slíta stundum blöðin af og merja
þau. Gróðurinn verður lágur í vindhéruðum. Vindarnir flytja líka
raka og hafa þannig mikil áhrif. J’urrir vindar aftur á móti Valda
mikilli útgufun frá gróðrinum. Veldur slíkt iðulega ofþornun og
visnun. Má víða sjá þess dæmi, t. d. er ungir trjásprotar ofþorna á
vorin. Ráða vindarnir mjög miklti um gróðurfar hér á íslandi. l>að
væri miklu gróðursælla, ef skjól væri nóg, þótt hitastigið Iiéldist
óbreytt.
Birtan, ekki sízt lengd dags og nætur, hefir einnig áhrif á gróður-
inn. Má skipta honum í Iangdegisgróður, skammdegisgróður og ó-
næman eða lítt næman gróður fyrir daglengdinni. Langdegisgróð-
urinn þarf langan dag, helzt lengri en 14 tíma, til að ná eðlilegum
þroska. Er langdegisgróður algengastur hér á íslandi. Skammdegis-
gróðurinn vill liafa daginn 12 tírna eða styttri. Þannig er það í hita-
beltinu og þar í grennd. Flestir hér þekkja jólakaktusinn, senr blómg-
ast um jólaleytið, af því að Jrá er birtutíminn honum heppilegastur.
Allar jurtir þurfa að vísu eitthvað ákveðið birtumagn samanlagt, til
að þrífast vel, en Jrað' er ekki sama, hvernig birtutímanum er skipt
niður. Nefnd skilyrði, hili, vatn, vinclar og birt.a, ráða mestu uin út-
breiðslu tegundanna í stórum dráttum. En um hina nákvæmari
skiptingu á takmörkuðu svæði ræður líka jarðvegurinn mjög miklu,
oft x sambandi við rakann.
Útlit eða vaxtarmót gróðuisins skapar svip gróðurlandanna. Ex
hágróðri venjulega skipt í tvo stóra flokka (eftir vaxtarmóti) viði og
jurlir. Viðirnir lifa lengi og hafa liarða, trékennda stöngla (tré og
runnar). Jurtunum er efiir æfiskeiði skipt í fjölærar, tvíærar og ein-
ærar jurtir. Er hér mest af fjölærum og tvíærum. Einnig er teg-
undunum skipt eftir lífmyndum, miðað við hvernig þær búast við
vetrinum eða þunkatímanum (þ. e. a. s. hvar brumin eru geymd
og varin). Eru helztu lífmyndirnar loftplöntur, yfirborðsjurtir, svarð-
arjurtir, jarðjurtir, vatna- og votlendisgróður og einærar jurtir.