Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 17
NÁTTÚRUFR/EÐINGURINN
.79
um. Tempraða beltið skiptist eftir gróðurfari í þrennt: Laufskóga-
Iieltið syðst, eyðimerkur og steppur, og barrskógabeltið nyrzt...
Laufskógabeltið er syðst. Vaxa þar sumargrænir skógar, einkum
með ströndum fram, þar sem raki er verulegur (og sæmilegur jarð-
vegur). Innan um laufskógasvæðið er allmikið um graslendi, mýrar
og lynglieiðar (N.-Kína, N.-Japan, austurhluti Bandaríkjanna, Mið-
og V.-Evrópa, sunnanverð Norðurlönd).
Inni á meginlöndum tempraða beltisins eru sums staðar steppur
og eyðimerkur á þurrustu svæðunum, einkum sunnan til. Er talið, að
þegar samanlögð tala regndaga fjögurra rökustu mánaðanna fer
niður fyrir 40, hætti skógar að þrífast. Gróðurlendin eru svipuð og
í heittempruðu beltunum. Gresjur eru helzt í Ungverjalandi, Suður-
Rússlandi, milli Missisippi og Klettafjalla í Bandaríkjunum, en eyði-
merkur t. d. í Mongólíu, Túran og á hásléttum Bandaríkjanna.
Norðan við laufskógana, nyrzt í tempraða beltinu, liggur barr-
skógabeltið þvert yfir meginlönd Evrópu, Asíu og Ameríku. Loftslag
er allmismunandi, en þó fremur svalt. Sumarið of stutt til þess að
verulegir laufskógar nái miklum þroska. í Skandinavíu er talið að
155 dagar þurfi að ná 8° C. ;í sumri Jiverju, til þess að lauftré nái
sæmilegum þroska. í barrskógabeltinu ríkja ýmis barrtré, einkum
greni- og furutegundir. Flest. barrtré eru sígræn. Þola liin smáu blöð
vel þurrk og kulda á vetrum. Barrviðir eru fremur nægjusamir um
jarðveg; þeir vaxa oft í sendnu og grýttu landi. Sumar tegundir þola
einnig allvel vota jörð. I Alaska eru til barrskógar, þar sem frost fer
ekki algerlega úr jörðu. Á Norðurlöndum vex grenið einkum á betri
stöðunum, en furan þar, sem Iirjóstrugra er. í skógarsverðinum vaxa
lielzt mosar og lyng. Sums staðar er líka mjög mikið um fléttur, sem
oft vaxa líka á trjánum; lianga sumar þeirra niður, svo að skógurinn
verður „kafloðinn".
Birkiskógar vaxa allvíða á liarrskógasvæðinu, einkum samt nyrzt
og til fjalla, rétt við skógarmörkin. í barrskógalieltinu eru ýmis gróð-
urlendi auk skóganna, einkuni mýrlendi, graslendi og lteiðar. I barr-
skógabeltinu liggja Norðurlönd, Finnland, norðurhluti Rússlands,
Síbería, Kanada og Alaska.
Norðan við tempraða beltið tekur við kuldabeltið eða heimskauta-
löndin. Eru takmörkin oft talin þar sem meðalhiti lieitasta mánaðar-
ins fer niður fyrir 10° C. og skógar liætta að þrífast. Veturinn er
langur og kaldur. Nær yfirleitt frá sept. til maí. Sumarliiti er lágur
við strendur og á eyjtun, en getur orðið talsverður inni á meginlönd-
um. Úrkoma er allmikil víða, einkum nærri sjó. t lieimskantabeltinu