Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
81
litinu sést, að ekki getur verið nema um tvennt að ræða. Annað hvort
ber að telja það til heimskautalandanna eða tempraða beltisins. Um
þetta eru skoðanir fræðimanna allmjög skiptar. Hallast margir að
því, að telja það til heimskautalandanna. Nú er það svo, að hitastigið
er við takmörkin. Hvað gróðri viðvíkur, þá var vafalaust nrikill
hluti láglendisins vaxinn skógi áður fyrr. Birkiskógarnir taka mikl-
um framförum, ef þeir eru girtir, og reynslan hefir sannað, að hér
er hægt að rækta tré. Má telja öruggt, að ef skógarnir hefðu fengið
að vaxa í friði, þá væri meiri hluti alls láglendis vaxinn skógi enn
þann dag j dag. — I öðru lagi má nefna það atriði, að freðmýrar eru
ekki til hér á landi á láglendi. Klakann leysir jafnan úr mýrunum á
vorin. Hið eina hérlendis, sem skylt má telja freðmýrunum (túndr-
unum) eru flárnar á hálendinti. I þessum hálendismýrum eru sums
staðar þúfur, sem „rústir“ nefnast. Þær minna talsvert á risaþúfur
freðmýranna og eiga sammerkt við þær að því leyti, að í þeim er
oftast klaki allt sumarið. Bendir jjetta ásarnt ýmsu í gróðrinum til
Jjess, að láglendi Islands beri að telja til tempraða beltisins, en mikið
af hálendinu sé reglulegt heimskautaland. Island liggur áreiðanlega
á takmörkum jjessara gróðurbelta og tilheyrir hvorugu algerlega.
Eitt af því, sem fyrst er nefnt, Jjegar íslandi er skipaður sess í lieim-
skautalöndunum, eru þúfurnar. Þær þekkjast t. d. ekki í Danmörku
og Noregi á neinn svipaðan hátt og hér á landi. En freðmýrar heim-
skautalandanna eru líka Jjýfðar. Er þetta oft talin sönnun þess að ís-
land sé heimskautaland. í fljótu bragði virðist þetta hafa nokkuð við
að styðjast. Þýfi, Jj. e. þúfur og skorningar, einkenna víða á báðum
stöðum. Bæði freðmýraþúfurnar og hinar íslenzku, eru oft berar í
kollinn eða með flagi móti veistu vindaátt. Runnar vaxa oft í lilíðum
þúfnanna á báðum stöðum, og mikill gróður í skorningunum. Is-
lenzku þúfurnar eru yfirleitt miklu minni heldur en freðmýraþúf-
urnar og klakalausar á sumrum á láglendi. Risaþúfur eru sjaldgæfar
(Þorvaldur Thoroddsen nefnir um meters háar þúfur, 10 m. breiðar
og 15—20 m. á lengd). Takmörk mýra og holtajaðarinn er oft mjög
stórþýfður, Jjótt ekki séu þar að jafnaði neinar risaþúfur. (Þorvaldur
Thoroddsen o. fl. nefna sérstaklega stórar Jjúfur í Eystri-Pollum,
Bakkafirði, við Mývatn o. v.) Smáþýfið, bæði á votlendi og þurrlendi,
er mjög einkennandi fyrir ísland, Jjað er mjög ólíkt sléttlendinu á
Norðurlöndum og einnig verulega frábrugðið risaþúfum lreðmýr-
anna. Á kollum risaþúfnanna eru fléttur mjög algengar, en miklu
minna um þær á íslenzkum láglendisþúfum. Mosi ríkir oft í risaþúf-
um freðmýranna. í íslenzku mýrlendi eru tvenns konar þúfur. Þar
6