Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 83 Þannig hafa freðmýrarnar sums staðar mjög aukið ríki allt á kostn- að skóganna. Og þær liopa ekki þar sem þær einu sinni liafa náð fótfestu. Skógur vex þar ekki að nýju. - Á íslandi gegnir öðru máli. Skógar hafa víða verið eyddir á rökum stöðum. Landið verður þá oft að mýrlendi, þegar trjágróð- urinn þurrkar það ekki lengur. En enginn klaki se/.t þar að í jörðu, þrátt fyrir það. Skóg má vel græða þar upp að nýju, sé landið þurrkað. Sýnir þetta enn hinn mikla mun Islands og freðmýr- anna. Skógur breiðist hvarvetna út á íslandi, sé lionum leyft að vaxa í friði, en það gerir liann ekki í freðmýrunum. Barrtré virð- ast einnig geta þrifizt hér (auk birkiskóganna). Mun einangrun landsins eiga sinn þátt í því, að barrskógar hafa ekki náð hér fót- festu, fremur en loftslagið. Birkið breiðist auðveldar út. Allt þetta bendir til þess, að láglendi Islands liggi ekki norðan við skógarmörk heldur sunnan þeirra og á þeim. Vert er að gera sér ljóst í þessu sam- bandi að með skógartakmörkum er ekki átt við takmörk þau, sem t. d. mennirnir skapa með því að eyða skóginn og færa þannig mörk- in að því er virðist. Heldur skilja skógarmörkin skógivaxið og skóg- laust land, þar sem gróðurinn fær að vaxa í friði, þ. e. náttúruskil- yrðin skapa mörkin. — ísland (og svipuð svæði annars staðar) virðast hafa nokkrn sérstöðu. Gróðurinn er að sumu leyti beggja blands, minnir bæði á gróður tempraða beltisins og túndranna (freðmýr- anna). Þess vegna hafa sumir fræðimenn valið gróðurlaginu hér sér- stök nöfn. Kallar Þjóðverjinn Carl Wigge það t. d. íslandstúndru og færir rök fyrir sérstöðu þess. Einnig hefir það verið nefnt hálf- kuldabeltis (subpolar) graslendisloftslag. Enda gefa graslendisleitnar jurtir, grös og hálfgrös því víðast svip sinn á láglendi. En þótt rétt sé að telja láglendi íslands til tempraða beltisins, er liitt jafnvíst, að svo er ekki um meginhluta hálendisins. Það er lieim- skautaland á stórum svæðum. Þar eru t. d. freðmýrar (túndrur) hér 6*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.