Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 24
86
NÁTTÚRUFRÆÐÍNGURÍNN
vaxa 212 tegundir blómjurta og byrkinga á láglendinu. í 400 m. hæð
yíir sjó hefir tegundunum fækkað niður í 101, og í 600 m. hæð eru
aðeins 75 teg. eftir. Efst uppi í um 900 m. hæð vaxa 34 tegundir á
strjálingi milli steinanna. Gróðursvipurinn hefir gerbreytzt. Á lág-
lendinu eru samfelldar gróðurbreiður. En þegar komið er 300—400
m. upp eftir hlíðunum, fylgir aðalgróðurinn lækjum og lautum, en
stórar skellur eru á rnilli. Gróðurinn gerist þá líka lágvaxinn og efst
uppi lifa helzt loðnar plöntur, sem kúra sig niður að jörðinni. — Elá-
gróðir er skipt í suðrænar og norrænar tegundir,- Þær suðrænu hafa
mesta útbreiðslu sunnan við skógarmörk, eða rieðan þeirra í ljall-
lendi. En hinar norrænu eru algengastar norðan skógartakmarkanna.
Hlutföllin eru á öllu íslandi um 60% suðrænar móti um 40% nor-
rænum. Á láglendi Árskógsstrandar eru hlutföllin um 52 móti 48,
enda er þetta á Norðurlandi. í 400 m. hæð' eru hlutföllin 32% suð-
rænar móti 68% norrænum, og í 900 m. eru suðrænu tegundirnar
aðeins 20%. Áhrif hæðarinnar eru greinileg. — Yfirborðsplöntur
(Ch.) eru á láglendi tæp 18%, en þær eru komnar í tæp 33% í 400 m.
hæð, eða talsvert yfir 20% línuna. Sýnir þetta allt hinn mikla mun
láglendis- og liálendisgróðurfars. ísland er ekki allt í einu og sama
gróðurbelti. Láglendin sverja sig í ætt tempruðu beltanna. Þau
liggja rétt við takmörkin og hafa nokkra sérstöðu, en liálendið er
heimskautaland.
Hcimildarrit:
Andersen og Vahl: Klima og I’lanlebalter.
Graebner: l’flanzengcographic.
Árni Friðriksson og Steindór Steindórsson: Dýra- og plöntulandafræði.
Mölholm-Hansen: Studics on thc Vegetation of Iceland.