Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 30
92
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Steinþór Sigurðsson:
/
Yfirlitsrannsókn Islands
Árið 1939 má segja, að lokið hali verið landmælingu íslands, enda
þótt enn hafi tekið nokkur ár að vinna úr frunnnælingunum og full-
gera uppdrættina til prentunar. Tilgangur þessara mælinga var sá,
að gera landfræðilegan uppdrátt af landinu (tópógrafiskur uppdrátt-
ur). Frumuppdrættirnir voru gerðir í mælikvörðum 1:50000 til
1:200000 og einstiik svæði voru mæld í stærri mælikvarða. Upp-
drættir þessir sýna aðaldrætti landslagsins og geta myndað grundvöll
undir hvers konar yfirlitsrannsóknir á landinu.
Að mælingum þessum var unnið 24 sumur. Hvert sumar unnu
margir flokkar mælingamanna. Mun fara nærri, að gera ráð fyrir sjö
flokkum að meðaltali, en í hverjum llokki var að jafnaði einn mæl-
ingamaður með tveim aðstoðarmönnum. Mælingin sjáll svarar því
nálega til 150 sumra starfs eins mælingamanns með aðstoðarmönn-
um. Auk mælingarinnar liggur mikið verk í undirbúningi uppdrátt-
anna undir prentun.
Rannsóknir á náttúru landsins, jarðfræði, jurtalífi eða dýra, er
talizt geti sambærilegar landmælingunni, hafa ekki farið fram. Sam-
íelldar rannsóknir hafa ekki verið gerðar stærri en svo, að æliskeið
eins manns hefir nægt til þeirra. Heildaryfirlit eru því ófullkomin á
liestum sviðurn og handahóf nokkuð á því, hvað rannsakað hefir
\ erið og hvað útundan helir orðið.
A þessu verður ekki ráðin bót nema með samtökum vísindamanna
á ýmsum sviðum og með miklu fjármagni. Hins vegar verður það að
tcljast skylda okkar sem menningarþjóðar, að þekkja sem ýtarlegast
okkar eigið land og möguleika þá, sem það hefir upp á að bjóða.
íslenzka ríkið hefir kostað landmælingarnar síðari árin. Mætti
teljast eðlilegt, að ríkið kostaði á sania hátt áframhaldsrannsókn
landsins. Að vísu er verki eins og landmælingunni aldrei lokið.
Stöðugt verður að endurskoða uppdrætti og stöðugt koma fram
kröfur um nákvæmari uppdrætti. En þetta framhaldsstarf við land-
mælingarnar má ekki hindra framkvæmdir á nýjum sviðum.
Rannsóknir þær, sem ég hefi í huga, þurfa að vera svo umfangs-
miklar, að þær bæti að verulegu leyti við þá þekkingu, sem nú er á
landinu. Rannsóknirnar mega hins vegar ekki vera okkur ofviða né