Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 32
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN byggðum en í byggðum, svo að hægt væri að verja allt að tveim sumr- um til t. d. Suðurlandsundirlendisins, þá rnyndi öllum rannsóknar- mönnum þykja fljótt farið yfir sögu, jafnvel þótt hver þeirra hefði tvo til þrjá aðstoðarmenn. Undirbúningur þessara rannsókna hygg ég að eigi að vera þannig, að valin séu nokkuð lítil svæði, t. d. 25 km- að stærð og þau rann- sökuð allýtarlega. Endanleg áætlun væri síðan byggð á þessum rann- sóknum. 25km- svæði er nokkru minna en svæði það, sem að jafn- aði verður að taka til meðferðar á einum degi, því í fæstum tilfell- um má gera ráð fyrir 100 vinnudögum úti á ári. Samhliða yfirlits- rannsóknunum, sem aðallega yrðu söfnun sýnishorna, flokkun land- svæða eftir gróðurfari, dýralífi eða jarðfræðilegum einkennum, ætti ávallt að fara fram nákvæmari rannsókn á smásvæðum víðsvegar um landið. Þessar nákvæmari rannsóknir mynduðu svo grundvöll fyrir flokkunina. Kostnaðar vegna væri æskilegt að athugendur fylgdust sem mest að. Færu flestir eða allir flokkarnir yfir sama svæði á sarna sumrinu að svo miklu leyti sem við verður koniið. Bækistöðvar rannsóknar- mann þyrftu að vera flytjanlegar og þar þyrfti hel/.t að vera rann- sóknar aðstaða, svo að hægt væri að ganga frá sem mestu á stöðunum sjálfum. Bílvegakerfi landsins er nú orðið svo stórt, að víðast hvar um byggðir landsins er hægt að halda sig við vegina með aðalbæki- stöðvar. Áður en rannsóknum þessurn er Jokið má gera ráð fyrir að þær byggðir, sem enn eru ekki í sambandi við bílvegakerfi landsins, verði einnig komnar í samband við bílvegakerfið. Má fyrst um sinn láta þau landsvæði mæta afgangi, sem liafa ófullkomnast vegakerfi. I óbyggðum, eða þar sem vegleysur eru, mætti ferðast með vélum, sem óháðar eru vegum. Á veturna væri unnið úr rannsóknunum, sýnishornum raðað og gengið frá skýrslum. Eðiilegt væri að starf þetta færi frarn í sam- bandi við Náttúrugripasafnið, sem að sjálfsögðu ætti að geyma þá muni, sem safnað yrði. Hið nýja Náttúrugripa safn þyrfti m. a. að miðast við starfsemi þessa. Kostnaður við rannsóknir þessar yrði að sjálfsögðu mikill. Miðað við verðlag fyrir stríð, hefði ég viljað áætla kr. 150 þúsund á ári til þess að framkvæma áætlun þá, sem hér hefir verið lauslega rakin. Er upphæð þessi um þreföld upphæð sú, sem árlega var greidd til landmælinganna. Hér á eftir fer lausleg kostnaðaráætlun:

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.