Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 34
96
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
og veru, þannig, að fylgt sé sömu áætlun fyrir allt landið og athug-
anir í mismunandi héruðum því sambærilegar. Undirbúning þenn-
an er aðeins hægt að gera með því að framkvæma athuganir til
reynslu á nokkrum svæðum, og rannsóknir þessar látnar mynda
grundvöll við undirbúning áætlunarinnar. Einnig væri að sjálfsögðu
stuðst við svipaðar framkvæmdir í öðrum löndum.
Ymsir telja, að uppdrættir þeir, sem fyrir liggja, séu ekki nógu
fullkomnir sem undirstaða undir rannsóknir sem þessar. F.g vil sér-
staklega taka það fram, að það eitt út af fyrir sig að fá nákvæmari
heildaruppdrátt af landinu en nú er til, mun kosta allt að því jafn-
stóra upphæð og hér er gert ráð lyrir til heildarrannsóknanna. Þurfi
nákvæmari uppdrætti af vissum svæðum, yrði að framkvæma mæl-
ingu á þeim, og myndi þá að líkindum vera eðlilegast að taka ljós-
myndir úr lofti af þeim svæðum.
Enda þótt fyrirtæki sem þetta, kunni að virðast okkur ofvaxið, þá
er það, miðað við okkar tíma, ekki eins viðamikið og mæling íslands
var um aldamótin, þegar hún var hafin, miðað við þann tíma. Ég tel
nauðsyn á því, að undirbúningur undir rannsóknir þessar verði haf-
inn sem fyrst, þannig, að fidlkomnar áætlanir geti legið fyrir á
næstu árum.
Að 30 til 50 árum liðnum mun það þykja jafnmikil óhæfa að eiga
ekki sæmilegt heildarylirlit yl'ir náttúru landsins, eins og það nú
mundi þykja, að hafa ekki sæmilegan yfirlitsuppdrátt. Vöntun á
yfirlitsuppdrátum nú, myndi gera ýmsar framkvæmdir mun erfið-
ari, og eins mun vöntun á heildarþekkingu á landinu, stöðugt verða
tilfinnanlegri er tímar líða.
En mál þetta er ekki eingöngu þekkingaratriði, það er einnig
menningaratriði. Hér er verkefni, sem okkur ber að leysa sem
menningarþjúð í frjálsu landi.
Stein]x'>r Sigurðsson.
Sveinn Þórðarson:
Saga silfurbergsins
Silfurberg köllum við þá, hina fögru, ljósleitu og tæru kristalla,
sem kalksteinninn á stöku stað hér á landi fnrtist í. Naf'ið er fagurt,
ogekki eru kristallarnir síður fagrir, en flestir höfum við Islendingar