Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 103 Huygens hafði tekið eltir áður með silfurbergsmolana tvo, en nú var Ijóst, að þessa fyrirbrigðis gat víðar orðið vart, og að ljósgeisli, er encf- urkastast frá glerplötu, hefir orðið fyrir sömu breytingum. Geisli tví- klofnar ekki, ef kristalli er kornið fyrir í vissri afstöðu við endurkast- aða ljósgeislann, en í öðrum stellingum tvíklofnar hann í tvo, venju- legast missterka geisla. Malus nefndi fyrirbrigðið „skautun" (polar- isation), eins og til þess að gefa til kynna, að ljósið hefði lengið á- kveðna stefnueiginlega, og að um svipaðan mun væri að ræða og er á miili stefnanna á kompásnum, þannig að stelna frá norðri til suðurs helir aðra eiginleika en stefna frá austri til vesturs eða hvaða önnur stefna, sem er. Að vísu má segja, að nafnið sé ekki sem heppilegast valið. Með „skautun" eru venjulegast táknaðir andstæðir hlutir, en ekki eins og hér á að tákna, lega flatar eða tjaldvoðar á stöng en það er einmitt hið sérkennandi við skautað 1 jós, að sveiflur Jress eru bundnar við llöt, og eru innan Jiess flatar hornréttar á geislastefnuna. Um þetta leyti fékkst ungur brezkur vísindamaður, Thomas Young, við rannsóknir á Ijósi, og var meðal annars að leggja grund- völlinn að ölduvíxla (interferens) tilraunum sínum, og gerði hann sér vonir um að geta vakið bylgjukenningu ljóssins til nýrra dáða, en henni hafði |)á um langt skeið verið lítill gaumur gefinn. Athugun Malusar \arð sí/.t til Jress að gera viðfangsefni Youngs auðveldara. Lengi vel fékk hann ekki séð, hvernig ljósaldan, sem hann taldi að hrærðist í ljósvaka (eter), gæti haft „hliðar", ]t. e. sveiflast auðveldar á einn veg en annan. Má segja, að vandkvæði lians hali fyrst og fremst legið í því, að hann gerði sér Jress ekki grein, hve víðfeðmin ljós- bylgjukenningin var. Hann hugsaði sér ljóssveiflurnar svipaðar og hljóðöldur, að þær sveifluðust í sömu stelnu og ljósgeislinn færi. Slíkar sveiflur nefnast langsveiflur, og er óhugsandi, að þær geti orðið l'yrir skautnn. Leið nú alllangur tími áður en Young fékk kom- ið auga á, að vandinn leystist að heita rná af sjálfu sér, ef gert er ráð fyrir, að sveiflurnar standi þvert á útbreiðslustefnn ljósgeislans, sén svokallaðar þversveiflur. Kann það að virðast einkennilegt, hve lengi stóð á þessari skýringu, þegar hal't er í huga, að ölduhreyfing á vatni er einmitt J)ess konar Jrversveiflur en segja má, að talsverður munur hljóti að vera á hegðun ylirborðsalda og bylgja, sem hrærast innan efnisins, enda mun svo Young hafa virzt. Að lokum fór þó svo, að Young fann lausnina, og í jan. 1817, en þá voru liðin 9 ár frá því er Malus gerði sína uppgötvun ritaði hann eðlisfræðingnum Arago á Jressa leið: „Ég hel'i verið að íhuga, hvort

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.