Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 105 skautunarfletirnir rétt horn sín á milli. Falli þessir geislar að nýju inn í kristall í sömu stellingum, verður ekki um frekari klofningu að ræða, þar eð sveiflufletirnir hafa ekkert breytzt, reglulegur geisli í fyrri kristalli er það einnig í þeim síðari.Sé hins vegar síðari kristall- inum snúið þannig, að hvorugur geislanna geti farið í gegnum hann annað' hvort sem reglulegur eða óreglulegur geisli, verður það til þess, að hvor geislanna klofnar í tvennt, þar eð hvor sveiflan leysist upp í tvær, svo að úr verða fjórir aðgreindir geislar. Má nú telja, að hér með sé fundin fyllilega viðunandi skýring á eðli þeirra lyrir- brigða, sem mestri umhugsun og heilabrotum liafa valdið. Þegar skýring er fengin á ráðgátum þeim, sem legið hafa fyrir til rannsókna, \ iII oft svo fara, að menn íhuga hvort ekki megi notfæra sér hin ýmsu fyrirbrigði, sem fram hala komið og skýring helir feng- i/.t á, til hagnýtra hluta og frekari rannsókna. Varð svo og raunin á með silfurbergið, að ekki leið á löngu, áður en mönnum hugkvæmd- ist ýmis ráð og aðferðir, til hagnýtingar á hinum sérkennilegu eigin- leikum þess. Kom þar aðallega til greina að breyta venjulegu ljósi í skautað ljós, og athuga \ erkanir ýmissa efna á það. Skautað ljós er \enjulegast franrleitt með svonefndum Nicol- strendingum, sem kenndir eru við liöfund sinn, Bretann William Nicol. Eru þeir búnir til á þann hátt, að silfurbergskristall er skorinn skurðfleti til hvors endans, þannig að hvössu hornin verða 68° í stað 72° áður; síðan er lagður enn einn skurðflötur skáhallt í kristallinn, þannig að gleiða hornið skiptist í tvennt, eitt 90° horn og eitt 22°. Skurðfletirnir allir eru fágaðir vel þannig, að þeir halda gagnsæi sínu að fullu, og eru nú bæði stykkin skeytt saman, og er notað til þess sérstakt efni, Can- ada balsam, setn mikið er notað til þess að skeyta saman gagnsæja glerfleti, svo sem linsur 0. mynd: Nicol-strendingur. 1 kíkJUm °8' víðar’ Er það viðarkvoða (harp- ix), sem fæst af amerísku afbrigði silfurfurunnar. Falli venjulegt ljós inn í silfurbergsmolann, eins og sýnt er á 6. mynd, klofnar hann í tvo geisla, og brotnar reglulegi geislinn meira. Báðir lenda geislarn- ir í Canada balsam laginu. Innfallshorn reglulega geislans er þá orðið það stórt, að liann endurkastast við flötinn og fellur skáhallt út úr kristallinum og er þar með úr spgunni. Óregulegi geislinn, sem verður fyrir mikltt minna ljósbroti, sleppur hins vegar óskaddaður

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.