Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 3
Trausti Einarsson:
Kjarnorkan og vald mannsins yfir efninu
Einn af fremstu snillingum hins forngríska menningartímabils
var Arkimedes, sem uppi var fyrir rúmum 2000 árum. Til lians eru
raktar fjölmargar uppgötvanir í stærðfræði og skyldunr greinum, og
meðal annars fann liann vogarstangarregluna. En ef til vill má segja,
að það, sem sýni bezt yfirburðagáfur lians, séu þau orð, er hann lét
falla, eftir því sem sagan hermir, er hann hafði fundið vogarstangar-
regluna. En jrau hljóða þannig: Fáið mér stað að standa á, og ég skal
bifa jörðinni. Þetta litleggst þannig, að með beitingu náttúrulög-
málanna út í æsar geti maðurinn framkvæmt ótrúlegustu stórvirki,
með nógu löngum járnkarli gæti einn maður hreyft jörðina, ef nógu
traust undirstaða væri til utan við hana.
Það má segja og er líklega sagnfræðilega rétt, að Arkimedes hafi
verið fyrsti maðurinn, sem skyldi, hvað bjó í náttúruvísindunum, sá,
að með uppgötvun jieirra gat maðurinn öðlazt svo að segja tak-
markalaust vald yfir heiminum. Þótt Arkimedes yrði einnig fyrstur
manna til þess að sjá nytsemi vísindanna, jrá varð hún fyrir honum
aukaatriði, valdið var liinn sanni kjarni vísindanna.
Á miðri 20. öldinni e. Kr. eru menn á ný að finna þennan sann-
leika.
Vísindalegar rannsóknir lágu í dái í meir en 1500 ár eftir blóma-
skeið hinnar grísku menningar, og þekkingunni á lögum náttúrunn-
ar hrakaði fremur en hitt. Enginn forvitnaðist um jrau, hvað þá að
menn brytu heilann um orð Arkimedesar.
Það var ekki fyrr en um 1600, að forvitnin vaknaði á ný. Menn
fóru að fikta við pendla, horfa á hlu.ti detta ofan úr háum turni, láta
kúlur velta niður hallandi borðplötu o. þ. 1. Meining slíks barna-
skapar var flestum dulin. En hér voru reyndai' raunvísindin að fæð-
ast.
10