Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 10
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN bil, sem geta orðið milli miðja kúlnanna, gera það að verkum, að kraftarnir, sem halda þeim saman, ern talsverðir. Við sjáum nú strax, að það fer vinna í að flytja eitt atómið lrá hinum í mólekúJi. Ef við leysum heilt mólekúl í sundur fer alveg ákveðin vinna í það. En alveg sama vinnan græðist þá, þegar atómin nálgast livert annað og ganga í samltand. Almennt má segja um efna- breytingar, að annaðhvort þarf að leggja fram orku, til þess að þær geti farið fram, eða þær gela orku. Þegar vetni og súrefni ganga í samfjand, kemur fram mikil orka, þ. e. mikil Iiitaorka. Það er þannig að skilja, að þegar atómin „falla“ hvert að öðru, fá þau mikinn hraða. Allir smápartar vatnsins öðlast öra hreyfingu, sem út á við kemur fram sem hækkað hitastig og nýtist þannig. Ef við notum þennan hita, er það hið sama og að hægja á smáögnum. Nú komum við að hinu mikilvæga atriði að hve miklu leyti sé hægt að nota þá orku, sem myndast við efnabreytingar, á hvern hátt þær geti orðið að aflgjafa eða orkulind. Mætti t. d. ekki nota þá orku, sem kemur fram við samruna vetnis og súrelnis? Jú, liana mætti nota. En hvar á að fá vetnið? Ef nátt- úran hefði hagað því svo, að miklir vetnisgeymar væru í jörðinni, gætum við ausið úr þeim — af súrefninu er nóg i andrúmsloftinu. En slíku er ekki til að dreifa. Vetnið getum við aðeins fengið með því að leysa það fyrst úr þeim samböndum, sem það er í, t. d.'úr vatni. En til þess þurfum við að leggja fram orku, og á fyrirtækinu yrði taprekstur. Aftur á móti getum við athugað samruna kolefnis og súrefnis, sem gefur einnig mikinn hita. Við gætum aflað kolefnisins með því að losa það úr þeim samböndum, sem það er í í jurtum og dýrurn. En þá yrði aftur um taprekstur að ræða. Nú liggja málin hins vegar þannig fyrir, eins og kunnugt er, að á liðnum áramilljónum jarð- sögunnar hefur náttúran sjálf framkvæmt það verk að losa kolefnið frá hinum efnum jurtanna og hefur skilið það eftir meira eða minna hreint sem kol í jarðlögunum. Vinna mannanna er eingöngu í því fólgin að grafa kolin upp og moka þeim á eldinn, og fáum við þann- ig hitaorkuna tiltölulega fyrirhafnarlítið. Þannig eru kolin þá raun- verulegur orkugjali og olían sömuleiðis af svipuðum ástæðum. Viði má líka brenna. En í honum er kolefnið tengt öðrum efnum, og er hann, sem kunnugt er, lakari hitagjafi en kolin. En þar með eru tæmdir þeir efnafræðilegu orkugjafar, sent nokk- nð kveður að, þegar sleppt er jurtum og dýrum sem beinum orku-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.