Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 14
156 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sem ég gat um fyrr, að kraftarnir innan kjarnans séu að öðru ó- breyttu milljón sinnum milljón, þ. e. billjón, sinnum meiri en innan mólekúlanna. Til þess að hrófla við kjörnunum þyrfti þá billjón sinnum meiri krafta en til þess að breyta mólekúlunum. Hins vegar yrði orkan, sem þyrfti til breytinga á kjörnunum í einföldu hlut- falli við vegalengdirnar, eins og áður var sagt, og þá milljón sinnum meiri en í mólekúlunum. Og þannig hefur það í aðalatriðum reynzt við tilraunir og mælingar. Við sjáum nú, að í rauninni er orðið um tvenns konar efnafræði að ræða. Annars vegar er hin gamalkunna efnafræði, þar sem atómin sameinast í mólekúlum, og liins vegar kjarnaefnafræðin, þar sem prótónur og nevtrónur sameinast í kjarnanum. Munurinn er í meg- inatriðunt sá, að í annarri greininni er orkan, senr ýmist tapast eða vinnst við tilfærslur agnanna, eitthvað nálægt milljón sinnum meiri en í Jiinni. Við getum nú nteð samanburði þessara tveggja Iiliðstæðna dregið ýrnsar ályktanir um kjarnorkuna. I efnafræðinni var um það að ræða að gefa eða þiggja orku, og yfirleitt var ekkert á rekstrinum að græða. Aðeins í örfáum tilfellum, er náttúran hafði af gæzku sinni geyrnt handa okkur efni eins og kol og olíu, gátu efnabreytingarnar orðið að raunverulegri orkugjöf. Við hljótum því að álykta, að við breytingar á kjörnunum sé yfirleitt ekki hægt að fá meiri orku en látin hefur verið í té og að jafnaði verði kjarnabreytingar að taprekstri, Iivað orkuna snertir. En náttúran hefði getað geymt eitthvað lianda okkur, sem samsvaraði kolum og olíu. Og hvílík kol væru það, milljón sinnum áhrifameiri en eiginleg kol. Úr einu grammi slíks efnis fengist jafnmikill hiti og úr 1000 kg af kolum við bruna. Nú vill svo til, að við vitum með vissu, að náttúran hefur talsvert í pokahorninu, sem samsvarar kolum. Það er aðeins hagnýting þess, sem lengi hefur staðið á. Það eru fyrst og frenrst geislamögnuðu efnin, radíum, úraníum o. fl., sem þetta sýna Þau breytast sjálfkrafa og gefa frá sér gífurlega orku á hvert gramm efnisins. En sá galli er á, að breytingin gerist mjög hægt. Af vissu magni radíums hefur aðeins helmingurinn orðið fyrir breytingunni á 1600 árum, og kemur sh'kt ekki að notum, auk þess sem radíum er torfengið efni. En þó eru hér möguleikar, sem ræða má nánar og fólgnir eru í innri varma jarðarinnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.