Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 19
NÁTTÚRUFRÆ-ÐINGURINN
161
Riss nf jarðlögum i Markadal, horft norBur. I Ncðra basaltiö, II MóbergslagiÖ,
brandnáman merkt x. III Efra basaltiÖ. a. Valllendi. b Mýri. c SkriÖa.
Því miður reyndist blaðafréttin orðum aukin: Kol getur þessi
bergtegund ekki heitið, og ekki fannst vottur a£ steingervingum í
henni eða í námunda við hana. Það, sem fundizt hafði, var svartur,
brennanlegur leirsteinn, sem kalla mætti leirbrand, þó að nokkuð
virðist liann frábrugðinn hinum gamalkunna leirbrandi, sem víða
kvað fylgja surtarbrandslögum í öðrum landshlutum. Brandurinn
á Bergsstöðum hafði um nokkurra vikna skeið verið notaður ásamt
útlendum kolum í miðstöðina á bænum, og taldi heimilisfólkið
hann til mikilla drýginda. En ekki hafði verið reynt að brenna hon-
um einum saman. Brandurinn er mjög öskumikill (sbr. athugun
Tómasar Tryggvasonar), en léttist þó greinilega við brunann og
lýsist mjög. Flestir steinarnir halda upphaflegri lögun, en springa
þó nokkuð í eldinum.
Brandurinn er tekinn þar sem heitir Markadalur, austan í Langás
um 10 mín. gang suðvestur frá bænum. Langás er úr basalti (grá-
grýti fremur en blágrýti, III á rissinu) hið efra, en undir því liggur
þykkt móbergslag (II á rissinu) og kemur fram í allri austurbrekku
ássins neðanverðri. í vesturbrekkunni sér livergi á móbergslagið,
enda er sú brekka hulin jarðvegi, og auk jress eru líkur til að laginu
halli nokkuð til norðvesturs og sé jrví djúpt á því þeim megin. í
þessu móbergslagi er brandurinn. Neðst í austurbrekku Langáss,
alveg niður við mýri, bryddir aftur á undirlagi móbergsins í tveimur
litlum basaltklettum (I á rissinu), sem gægjast upp úr jarðveginum.
n